Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 98
KRISTIN ASTGEIRSDOTTIR
og áhrif sem frumbyggjar landsins, en þeir sem komnir eru frá öðrum
heimshlutum mynda misstóra hópa sem oft hafa lítil samskiptd imrbtTÖ-
is og byggja því ekki upp samstöðu líkt og verkafólk gerði áður fyrr.
Verkalýðshreyfingunni gengur illa að virkja innflytjendur innan sinna vé-
banda og það hlýtur að vera óeðlilegt og óæskilegt í lýðræðisríki að stór-
ir hópar fólks séu utanveltu og jafhvel án réttinda.54
Víkur þá sögunni að jafhrétti kynjanna. A því sviði má sjá ýmsar breyt-
ingar undanfarna áratugi. Norsk stjórnvöld hafa beitt sér í þágu kynja-
jafhréttis með lögum og sértækum aðgerðum, t.d. kvótum. Það er eink-
um á stjórnmálasviðinu sem konur hafa aukið hlut sinn verulega en þegar
litið er á aðra þætti er myndin ekki eins glæsileg. Rétt eins og í öðrum
löndum eru konur beittar misrétti, ofbeldi gegn konum er síst minna í
Noregi en annars staðar og misrétti á vinnumarkaði viðgengst. Forysta í
stjórnum fýrirtækja er enn nær eingöngu í höndum karla. A mikilvægum
sviðum samfélagsins ráða karlar ríkjum.55 I þeim umræðum sem orðið
hafa milli feminiskra fræðimanna í kjölfar norsku og dönsku valdaúttekt-
arinnar hafa sjónir einmitt beinst að þörf rannsókna á hvernig á því
stendur að stjórnmálakerfið/fulltrúalýðræðið hafi opnað dyr sínar fýrir
konum meðan þær eru afar áhrifalitlar innan akademíunnar og í stjórn-
um fýrirtækja.56 Nefndarmennirnir norsku benda á að opinber umræða
um jafhrétti í Noregi einkennist af „þetta er allt að koma“-stefhunni, það
er verið að gera eitt og annað og skilgreina markmið en í raun er rétt eins
og menn haldi að staðan lagist af sjálfu sér meðan horft er ffam hjá því
kerfislæga kynjamisrétti sem er innbyggt í þjóðfélagsgerðina.57
Eins og áður var getið snerist lýðræðisbarátta 18. og 19. aldar um að
ná valdi af gömlum sérréttindahópum og færa það til fólksins. Hvaða
hópar eru það sem hafa völd nú, njóta þeir sérréttinda, hverjir stýra um-
ræðunni og eru skoðanamótandi? Norska nefndin bendir á fjögur svið
þar sem valdamikla hópa (elítur) er að finna í Noregi. Þessi svið eru efna-
hagslífið, stjórnmálin, hugmyndasköpun (skoðanamótun) þar með talið
menningarlífið og loks stjórnun fýrirtækja eða stofhana. Þeir sem til-
heyra þessum sviðum móta umræðuna, gefa álit sitt, marka stefhu, taka
54 Makten og demokratiet - en introduksjon (2003), bls. 7.
55 Sama.
56 Anette Borchorst, Ann-Dorte Christensen og Birte Siim (2002). „Kontinuitet og
forandring i könsmagt. Et svar til Yvonne Hirdmans anmeldelse af bogen „Köns-
magt under forandring“, Hans Reizels forlag 2002“. Nyhetsbrev for netværk for nor-
disk velfærdsstatshistorie, nr. 19, bls. 19-22.
96