Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 100
KRISTIN ASTGEIRSDOTTIR
fást við hagsrmini hópa sem áður voru valdamiklir láta undan síga.
Upplýsingatæknin er að breyta skipulagsformum, umræða fer ffarn á
netinu og þar er hægt að skipuleggja aðgerðir á örskotsstundu í gegnum
tölvupóst eða með SMS. Gömlu félagsformin draga því ekki lengur til
sín fólk, sem er einkar umhugsunarvert fyrir rótgrónar stofhanir eins og
stjómmálaflokka sem gegna lykilhlutverki í lýðræðisríkjum.60
Lokaniðurstaða meirihluta norsku nefndarinnar er sú að etla þurfi
fulltrúalýðræðið með því að endurskoða og bæta uppbyggingu lýðræðis-
legra stofhana (t.d. þingsins), styrkja sveitarstjórnarstigið, gefa borgur-
unum ástæðu til að taka þátt í stjórnmálum (stjórnmálaflokkarnir líti í
eigin barm), svipta stjórnmálaflokkana styrkjum þannig að þeir þurfi að
hafa fýrir því að afla sér stuðnings og þá ber að endurskoða kosningakerf-
ið þannig að ríkisstjórnir hafi ávallt meirihluta á bak við sig, bregðast Uð
fjölmenningarsamfélaginu með því að styrkja stöðu innflytjenda, halda
valdinu í landinu m.a. með því að lögleiða alþjóðasáttmála og virma að
því að gera alþjóðastofhanir lýðræðislegri, einkum Evrópusambandið.61
Norska rannsóknin hefur ekkert síður en sú danska verið gagnrýnd,
einkum fýrir að draga upp of dökka mynd og að meirihlutinn horfi með
söknuði til fortíðar í stað þess að gleðjast yfir því að norskt samfélag skuli
vera að komast undan ofurvaldi gamalgróinna karlstýrðra hreyfinga.62
Eins og áður er getið skiluðu konurnar tvær í neihdinni sérálimm og
eru þau mjög athyglisverð. Menningarfræðingurinn Siri Meyer
gagnrýnir hve félagsfræðilegt sjónarhorn varð ríkjandi í starfi nefndar-
innar. Vald og lýðræði var skoðað út frá stofhunum, kerfum, lögum og
reglum, mælt og vegið en ekki spurt þeirrar grundvallarspurningar
hvernig fólki líður í lýðræðisríkinu Noregi. Hún vísar til norskra nútíma-
bókmennta sem endurspegla vanlíðan, einmanaleika, einangrun og tóm-
læti. Hvað segja þær um norskt samfélag, hvernig skynjar fólk líf sitt,
hver er sjálfsmynd þess og sjálfsskilningur. Hún gagnrýnir hve þröngri
skilgreiningu á valdi var beitt og vísar þar m.a. til kenninga um vald orð-
ræðunnar og tungumálsins. Valdið er margslungið, segir Siri Meyer.
Vald sem þrengir að, stjórnar og lokar og vald sem opnar, hvetur og örv-
s9 Sama heimild, bls. 8.
60 Sama heimild, bls. 9-10.
61 Stein Ringen (2004), bls. 5. Mér er ekki ljóst hvort skýrsluhöfundar leggja til að
Noregur gangi í Evrópusambandið en svo mikið er víst að þeim finnst staða lands-
ins gagnvart því nú vera óviðunandi.
62 Sama heimild.
98