Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 101
FRÁ FULLTRÚALÝÐRÆÐITIL ÞÁTTTÖKULÝÐRÆÐIS
ar til dáða. Þar gegnir tungumálið og orðræðan lykilMutverki, sýnilega
og ósýnilega. Hiín fjallar um tdknrænt vald - ósýnilegt vald sem myndast
milli fólks, skapar og viðheldur sameiginlegum skilningi í því rými sem
við hrærumst í hverju sinni, en felur einnig í sér viðurkenningu á mismun
eða að við erum ólík.63 Þama er hún að mínum dómi að fjalla um sam-
skipta- og aðgerðavald, við getum ekki búið saman öðmvísi en að hafa
sameiginlegan skilning á því hvað má og má ekki og við gerum hluti sam-
an af því að við skiljum þá á svipaðan hátt. Þá ræðir hún einnig um yfir-
ráð ákveðinna hópa sem beita orðræðunni sér í hag og talar um táknrænt
ofbeldi, hugtak sem komið er frá franska félagsfræðingnum Pierre Bour-
dieu, en hún notar það til að lýsa því hvemig orðræðan er nýtt til að
kveða fólk í kútinn. Raunverulegt lýðræði getur ekki byggst á svífandi
hugmyndum um jafnrétti og fulltrúa, heldur á jákvæðu táknrænu valdi,
skoðunum okkar og gildum. Þennan mannlega þátt vantaði í norsku út-
tektina að mati Siri Meyer.
Hege Skjeie íjallar í séráhti sínu fyrst og fremst um stöðu kynjanna í
Noregi. Hún gagnrýnir hve kynjamisréttið fékk lítið vægi í lokaniður-
stöðum nefiidarinnar og bendir réttilega á að sé kynjasjónarhominu ekki
beitt alltaf og alls staðar verði útkoman hefðbundin karllæg skoðun á
þjóðfélaginu. Það var hennar hlutverk að kanna valdahlutföll kynjanna
og það var gert í nokkrum bókum (sem enn em að koma út), með spurn-
ingum í viðhorfskönnunum o.fl. en þegar á hóhninn var komið varð nið-
urstaðan félagsfræðileg úttekt með karlaslagsíðu. Hún fer ítarlega í gegn-
um stöðu mála í Noregi til að sýna fram á að kynjamisréttið og karlveldið
em innbyggð eða dulkóðuð í (elítu)kerfið og em meðal stærstu galla á
lýðræðissamfélaginu. Misréttið birtist ekki síst á norskum vinnumarkaði
sem er einn sá kynskiptasti í heimi og í ofbeldi gegn konum. Rétt eins og
Siri Meyer gagnrýnir hún þröngan skilning á valdahugtakinu eða réttara
sagt hve sum form þess fengu meira vægi en önnur. Þannig finnst henni
að réttinda- og réttlætishliðar lýðræðisins ættu að vera kjarninn í skoðun
á valdi og lýðræði. Þá fjallar Hege Skjeie um alþjóðasáttmála og er ósátt
við neikvæða sýn karlanna á þá. Hún bendir á hve Sáttmdlinn um afnám
alls misréttis gegn konum hafi mikla þýðingu, ekkert síður í Noregi en
63 „Symbolsk makt kan vi kalle denne makten til á skape og opprettholde fellesskap i
forstáelses- og handlingsrom og tíl a etablere og fastholde forskjeller". Makt og dem-
okrati, NOU 2003:19, kafh 14, bls. 63. www.odin.dep.no/aad/norsk/publ/utrednin-
ger/NOU/002 001-020015.
99