Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 103
FRÁ FULLTRÚALÝÐRÆÐITIL ÞÁTTTÖKULÝÐRÆÐIS
staða forréttinda- eða foiystuhópa (elítur) og um það efni kom út sér-
stök bók. I henni voru forystuhópar á árunum 1932, 1963 og 1999
bornir saman.69 Bókin vakti mikið umtal en jafnframt gagnrýni fyrir að
ekki voru tíunduð dæmi um það hverjir tilheyrðu hverri elítu.70
Það er vinsæl kenning að bilið sé að aukast milh þeirra sem taka sér
skilgreininga- og dómsvald71 í almennri umræðu, dæma t.d. um það hvað
sé gott eða vont í bókmenntum eða leikhúsi og svo hinna sem fylgjast
með. Það er t.d. athyglisvert að á meðan jafhrétti kynjanna er svo sann-
arlega á dagskrá í Noregi og Svíþjóð hafa „ýmsir“ tekið sér það vald í
Danmörku að segja að það mál sé afgreitt og því er umræðan þögguð
niður sem úrelt og gamaldags.72 Nokkrir áhrifahópar sem taka sér skil-
greiningavald eru nefndir, t.d. stjómmálamenn andspænis kjósendum,
stjómkerfið í samskiptum við borgarana, sérfræðingar ífammi fyrir al-
menningi og menntafólk gagnvart „ómenntuðu“ fólki. Nefndin komst að
þeirri niðurstöðu að bilið milli hópa hefði ekki aukist enda þátttaka í
þjóðfélagsumræðum bæði breið og almenn. Elítur eru sannarlega enn til
staðar og hafa m.a. verið gagnrýndar af núverandi forsætisráðherra fyrir
að setjast í dómarasæti yfir almenningi.73 Kosningaþátttaka er mikil og
stöðug í Danmörku, borgararnir bera almennt traust til stjórnmála-
manna en fólk vill að á það sé hlustað, samræða á að eiga sér stað og
ákvörðunum á ekki að neyða upp á fólk. Nefndin tekur dæmi af kjöri
Mogens Lykketoft sem formanns flokks sósíaldemókrata en lítill forystu-
hópur í flokknum ákvað að hann skyldi verða næsti formaður. Umræða
fer ekki lengur fram á fjölmennum fundum, segir nefndin, heldur í fjöl-
miðlum sem gegna því afar mikilvægu hlutverki í lýðræðissamfélagi.74
Erm eitt atriði sem sýnir að fulltrúalýðræðið sé við hestaheilsu að
mati nefhdarinnar er að kjörnir fulltrúar séu betri spegilmynd af þjóð-
inni en oftast áður hvað varðar kyn, aldur og menntun. Jafhvel innflytj-
69 Peter Munk Christiansen, Birgit Möller og Lise Togeby (2001). Den danske elite,
Hans Reitzels Forlag.
70 Politiken, 6. mars 2004.
71 Danska ne&idin skilgreindi hin ýmsu form valdsins, annars vegar stofnanavaldið (d.
strukturell magt), hins vegar hugmyndavaldið eða skilgreiningavaldið (d. idémagt eða
definitiansmagt) sem ýmsir taka sér og ráða þannig hvað er á dagskrá þjóðfélagsum-
ræðunnar hverju sinni.
72 Demokratiske udfordringer, bls. 11.
73 Sama heimild, bls. 19.
'4 Sama heimild, bls. 19-22.
IOI