Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 106
KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR
Svíþjóö er komin langt á leið
Árið 1997 þótti Svíum ástæða tál að kanna heilsufar lýðræðisins við ald-
arlok. Forsendan var þær miklu breytingar sem orðið höfðu á skömmum
tíma, svo sem alþjóðavæðing efnahagslífsins, aðild Svía að Evrópusam-
bandinu, fjölmenningarsamfélagið, ný form félagslegrar þátttöku og
möguleikar upplýsingatækni.80 Minnkandi kosningaþátttaka í þing- og
sveitarstjórnarkosningum árið 1998 varð svo til þess að ákveðið var að
gera lýðræði að sérstökum málaflokki innan stjórnkerfisins.81 Nefnd um
eflingu lýðræðis skilaði af sér árið 2001 og í framhaldi af áliti hennar
lagði ríkisstjórnin fram ítarlegar tillögur undir yfirskriftinni: Lýðrœði á
nýrri öld. Markmiðin voru að efla kosningaþátttöku, auka fjölda þeirra
sem taka að sér fulltrúahlutverk, bæta möguleika fólks til þátttöku í póli-
tísku starfi og loks að auka og jafna áhrif borgaranna á stefiiumótun og
ákvarðanatöku. Sérstaklega skyldi sjónum beint að ungu fólki, atvinnu-
lausum og innflytjendum og hvetja þessa hópa til þátttöku.
Lýðræði verður ekki skilið frá mannréttindum, segja sænsk stjórnvöld
og því er lögð mikil áhersla á að tryggja mannréttindi allra. I þessu sam-
hengi hafa Svíar kynnt til sögunnar nýtt hugtak, einstaklingsvald (s. egen-
makt) en það felur í sér þá möguleika sem hver og einn hefur til að hafa
áhrif. Því meiri mannréttinda sem einstaklingur nýtur, því meiri eru
möguleikar hans til að hafa áhrif á samfélag sitt. Einstaklingsvald tengist
einnig félagslegri stöðu og velferðarkerfinu. Því betri sem félagsleg staða
einstaklingsins er og aðbúnaður, því meira er vald hans yfir eigin lífi. Sví-
ar hafa komist að þeirri niðurstöðu að aðgerða sé þörf til að festa lýðræð-
ið betur í sessi. Rétt eins og annars staðar eru ýmsar blikur á lofti: Kosn-
ingaþátttaka minnkar, hópar þeirra sem eru utanveltu í samfélaginu
stækka, ýmsir öfgahópar sem ógna lögum og rétti vaða uppi, stjórnmála-
menn búa við hótanir um ofbeldi o.fl. Þá kallar aðildin að Evrópusam-
bandinu á sértækar aðgerðir. Eins og í öðruin ríkjum sambandsins telja
íbúar Svíþjóðar sig hafa lítil áhrif á það mikla bákn og of margir sitja
heima þegar kosið er til Evrópuþingsins.82 Þátttaka er mikilvæg bæði fyr-
ir fylgjendur og andstæðinga Evrópusambandsins.
80 Rege?'ingens skrivelse 2003/04:110, 11. mars 2004, bls. 6.
81 Sama.
82 Sama heimild, bls. 27, 47-61, 101-07, 122.