Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 109
FRÁ FULLTRÚALÝÐRÆÐITEL ÞÁTTTÖKULÝÐRÆÐIS
Danmörku en rétt eins og þar hafa nýjar aðferðir og ný félagsform tekið
við. Sænsk stjórnvöld eru vel meðvituð um möguleika nýrrar tækni og
vilja m.a. opna vefsvæði sem ætluð eru ungu fólki. Þau hafa einnig
áhyggjur af þeim hópum sem ekki hafa aðgang að upplýsingatækni eða
eru ólæsir á hana og hyggja á mikið átak til að brúa bihð. Þá er einnig
minnt á að tæknin er ekki aðeins nýtt til góðs, hún er Hka notuð til að
dreifa alls kyns óhróðri og klámi og ýmis miður æskileg öfl skipuleggja
starf sitt á netinu. Sænsk stjómvöld hafa þvd mörg jám í eldinum og
hyggja á margvíslegar aðgerðir til að efla lýðræðið og þátttöku almenn-
ings í þjóðfélagsumræðu. Að því leyti em Svíar komnir mun lengra en
aðrar Norðurlandaþjóðir og má margt af þeim læra.
Lýðræði og vald á ísla?7di
Eins og áður er nefnt hljómar margt kunnuglega af því sem fram kemur
í þeim rannsóknum sem gerðar vom í Danmörku og Noregi. Má þar
nefna aukin áhrif dómstóla, samþjöppun í eignarhaldi fyrirtækja, efna-
hagslegt vald auðjöfra, áhrif einkavæðingar og einstaklingshyggju, kynja-
misrétti og fjölmenningarsamfélag, að ekki sé minnst á víðtækar afleið-
ingar þeirra alþjóðasamninga og stoínana sem við eigum aðild að. Það er
hægt að fullyrða að eins og á hinum Norðurlöndunum er mikill áhugi á
stjómmáltnn hér á landi og gríðarleg virkni í félagsstarfi af öllu mögu-
legu tagi, allt ífá kórum til hagsmunafélaga. Kosningaþátttaka er mikil
og jöfii ef undan era skildar nýafstaðnar forsetakosningar. Ný félagsform
hafa tekið við, ný tækni leikur stórt hlutverk í að miðla þekkingu og á
netinu fer ífam mikil þjóðfélagsumræða. Sem dæmi má nefiia að ný
kvexmahreyfing, Feministafélag lslands varð til á netinu á örfáum vikum
vorið 2003. Þær þöragu umræður sem fram fóra um fjölmiðlalögin í vor
og sumar sýna að stjómmálaumræða er sprelllifandi og öflug. Stóra
spumingin er hvort hlustað er á raddir fólksins í landinu, hvort vilji al-
mennings ráði för og hvemig stjómvöld bregðast við.
Valda- og lýðræðisúttekt á við þær sem rætt var um hér að framan hef-
ur aldrei verið gerð hér á landi og reyndar hafa ffæðimenn skrifað fremur
fitið um lýðræði og þróun þess á Islandi.90 Kosningarannsóknir hafa ver-
1)0 Oafur Jóhannesson prófessor (1978) stílgreindi lýðræðið út frá hugmyndinni um
fulltrúalýðræðið í bók sinni Stjómskipim Islands, bls. 94. Einnig má benda á greinar
þeirra Vilhjálms Ámasonar (1991), „I leit að lýðræði“, Agústs Hjartar Ingþórssonar