Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 110
KRISTIN ASTGEIRSDOTTIR
ið stundaðar um árabil, stjómkerfið og hefðir þess hafa verið skoðaðar
sem og þær breytingar sem orðið hafa á sveitarstjórnarkerfinu í kjölfar
mikillar fækkunar sveitarfélaga.91 Skoðana-, fylgis- og viðhorfskannanir
fara fram með reglubundnum hætti en sú spurning vaknar hvað gert er
með niðurstöðumar. Gallup mæhr reglulega það traust sem fólk ber tdl
ýmissa stofnana. Nýjasta mælingin leiddi í ljós að traust fólks á dómstól-
um hefur minnkað vemlega. Aðeins 37% aðspurðra treysta þeim og eru
dómstólarnir neðstir á lista yfir þær stofhanir sem spurt var um, næst á
efrir Alþingi.92 Ekki verður sagt að stjórnvöld eða stjórnmálamenn hafi
lýst áhyggjum vegna þessa, og Ktil fræðileg umræða hefur farið fram um
orsakir eða hvaða áhrif það hefur á samfélagið ef mikilvægar stofnanir á
borð við dómstóla njóta ekki trausts.
Ahrif alþjóðasáttmála og evrópska efnahagssvæðisins em síst minni
hér en annars staðar sem m.a. hefur birst í dómum sem komið hafa
stjórnvöldum á óvart og vakið hörð Aðbrögð. Lögfræðingar hafa skrifað
greinar um að Hæstiréttur sé að fara út fyrir valdmörk sín og að réttur-
inn taki sér pólitískt vald, en þeim skoðunum hefur líka verið mótmælt.93
Lög um lífeyrisrétt ráðherra og þingmanna94 sem og nýlegt fjölmiðla-
framvarp endurspegla þann hraða sem oft einkennir lagasetningu. Með-
an fjölmiðlalögin vora til meðferðar var því haldið fram að þau stæðust
ekki ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningar- og atvinnufrelsi. Meirihlut-
inn ákvað að hlusta ekki á slík rök og tók þar með þá áhættu að málið færi
fyrir dómstóla. Ur því verður þó ekki þar sem lögin vom felld úr gildi.
Annað slíkt dæmi vora lög sem vörðuðu kjör öryrkja þar sem ítrekað var
bent á að þau fælu í sér mismunun og var þar vísað til Mannréttindasátt-
mála Evrópu. Ekki var hlustað á það með þeim afleiðingum að ríkið fékk
á sig dóm um brot á stjórnarskránni. Það má því greina sömu þróun hér
(1991), „Til varnar lýðræðinu“ og Ágústs Þórs Árnasonar (1999), „Stjómarskrár-
festa: grundvöllur lýðræðis“ sem allar birtust í Skírni. Þá gáfu Bjartur og Reykjatuk-
urakademían út bókina Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar (2000) en þar er að
finna greinar eftir erlenda ffæðimenn.
91 Ólafur Þ. Harðarson prófessor hefur fengist við kosningarannsóknir um árabil.
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor hefur m.a. fjallað um stjórnkerfið og sveitar-
stjómimar. Dr. Grétar Þór Eyþórsson hefúr kannað áhrif sameiningar sveitarfélaga.
92 Gallup.is. Traust tilstofnana, apríl 2004.
93 Sjá greinar Jóns Steinars Gunnlaugssonar 4. október 2003, 23. nóvember 2003, 18.
febrúar 2004, 1. júní 2004 og Davíðs Þórs Björgvinssonar 18. febrúar 2004.
www.hri.is.
94 Samþykkt í desember 2003.
108