Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 111
FRÁ FULLTRÚALÝÐRÆÐIHL ÞÁTTTÖKULÝÐRÆÐIS
og í Danmörku, meirihluti þingsins lætur slag standa. Sú spuming vakn-
ar hvaða áhrif þessi umræða hefur haft á traust til dómstóla.
A sveitarstjómarstiginu má greina ýmis þau einkenni sem hafa verið til
umræðu á hinum Norðurlöndunum. Endumýjun sveitarstjórnarmanna
er mjög hröð sem verður að teljast ókostur þar sem mikil reynsla glatast.
Astæður þessa em mikið vinnuálag, lág laun og árekstrar við einkalíf sem
einkum bitna á konum.95 Rannsóknir Grétars Þórs Eyþórssonar benda til
þess að sameining sveitarfélaga hafi orðið til þess að mynda nýja jaðar-
hópa þeirra sem búa hvað lengst frá valdamiðjuxmi.96 Fækkun sveitarfé-
laga og endurskoðun nefiidakerfis t.d. hjá Reykjavíkurborg hafa haft í för
með sér mikla fækkun kjörinna fulltrúa sem Kka hlýtur að vera afar um-
hugsunarverð þróun. Þar má minna á þau áform Svía að snúa við blað-
inu og heþa fjölgun kjörinna fulltrúa lýðræðinu til styrktar. Hér á landi
em spamaðar- og hagræðingarsjónarmið alls ráðandi.
Skipulagt og reglulegt samráð á borð við það sem er til umræðu í Sví-
þjóð, þar sem hlustað er á borgarana, tíðkast ekki og ekki er að sjá að
neitt shkt sé á dagskrá. Þess em reyndar dæmi að sveitarfélög hafi hald-
ið íbúaþing og borgarstjórinn í Reykjavík heldur reglulega fundi þar sem
rætt er um málefni einstakra hverfa. Nýlegt dæmi er úr Kópavogi um
breytingar á skipulagi Lundarhverfis vegna mótmæla íbúanna en dæmin
era fieiri um að ekki sé hlustað eða málin rædd í þaula og má þar t.d.
minna á deilur um færslu Hringbrautar í Reykjavík. Borgaramir hafa
ekki beinan tillögurétt hvorki til þings né sveitarstjóma, þótt hægt sé að
senda inn athugasemdir. Ef eitthvað er hefur dregið úr samráði og æ al-
gengara að meirihlutinn ákveði hvemig málum skuli háttað, sbr. fjöl-
miðlanefnd ríkisstjómarinnar og (karla)nefhdina sem skipuð var til að
kanna fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlamáhð. Það er af-
ar umhugsunarvert hversu erfitt er fyrir borgarana að hafa raunveruleg
áhrif á kjöma fulltrúa (eða að losna við vond stjómvöld ef málið verður
svo alvarlegt) og væri vert að taka hugmyndir Alf Ross um aðgerðir og
einhvers konar virkt eftirlit með kjömum fulltrúum til skoðunar.
Jafhrétti kynjanna á Islandi er kapítuli út af fýrir sig. Hlutfall kvenna á
95 Stefanía Traustadóttir (1990), Konur í sveitastjómum. Könnun á viðhorfum og reynslu
kvenna ísveitastjómum 1986-1990. Jafnréttisráð: Reykjavík.
96 Grétar Þór Eyþórsson, Kommunindelningspolitik i Island, Göteborgs Studies in Polit-
ics 59: Göteborg 1998. - Grétar Þór Eyþórsson og Hjalti Jóhannesson, Sameining
sveitarfélaga. Ahrif og afleiðingar. Rannsókn á sjö sveitarfélögum. Rannsóknastofhun
Háskólans á Akureyri: Akureyri 2002.
109