Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 113
FRÁ FULLTRÚALÝÐRÆÐITIL ÞÁTTTÖKULÝÐRÆÐIS
og skilningi milli þeirra sem fara með valdið hverju sinni og borgaranna,
og skort á virkum leiðum til að hafa áhrif á kjöma fulltrúa. Fjölmiðla-
deilan leiddi í ljós ágreining um inntak lýðræðishugtaksins og jafhvel var
talað um lýðræðiskreppu. Hér á landi hefar hefðbundin áhersla á full-
trúalýðræði, rétt ríkisstjómar og meirihluta þings til að taka ákvarðanir
og setja lög, jafnvel í óþökk mikils meirihluta þjóðarinnar, verið allsráð-
andi. Má m.a. vísa til nýlegra ummæla Bjöms Bjamasonar dómsmálaráð-
herra sem sagði: „Innan Sjálfstæðisflokksins hefur ekki verið fýlgi við að
lögfesta eða stjómarskrárbinda ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þar
hafa menn haldið fast í stuðning við fulltrúalýðræði, bestu stjómarhætt-
ina.“100 Ekki hefur verið við það komandi að samþykkja þjóðaratkvæða-
greiðslur jafiivel í stórmálum eins og EES-málinu 1992 þrátt fýrir harð-
ar deilur um hvort samningurinn stæðist stjómarskrá. Ríkisstjómin
ákvað að fella fjölmiðlalögin úr gildi fremur en að takast á við þjóðarat-
H’-æðagreiðslu. Því er borið við að Alþingi þurfi oft að taka óvinsælar
ákvarðanir en síðar komi í ljós að þær hafi orðið til blessunar.101 Að baki
býr sú hugsun að Alþingi eigi að hafa vit fýrir þjóðinni að mati þeirra sem
þannig tala. Þá hefur forseti landsins legið undir ámæh fyrir að hafa nýtt
ótvíræðan rétt sinn til að vísa máh til þjóðarinnar. Hann beitti valdi sem
aldrei hafði verið gripið til áður. Umræðan hverfðist um valdmörk þjóðar
og kjörinnar fulltrúa hennar. Nýlega var þallað um könnun á viðhorfum
Islendinga til ýmissa þátta er snerta lýðræðið sem leiddi í ljós að Islend-
ingar era mjög gagnrýnir á stöðu lýðræðisins í landinu. Tæp 72% þeirra
sem tóku afstöðu vora sammála þeirri fullyrðingu að íslenskir stjóm-
málaflokkar væm ekki í takt við kjósendur. Einnig kom fram að 86%
vom sammála þeirri fullyrðingu að fáir, valdamikhr einstaklingar ráði of
miklu í íslenskum stjómmálum. Tæp 49% vom frekar eða mjög óánægð
með þróun lýðræðis á íslandi og tæp 63% ósammála þeirri fullyrðingu að
íslandi væri í megindráttum stjómað samkvæmt vilja fólksins.102 Þetta
em sláandi tölur sem hljóta að vekja áleitnar spumingar um valdakerfið
á íslandi og stöðu lýðræðisins, en þessari könnun hefur því miður verið
tekið með þrúgandi þögn.
100 Bjöm Bjamason, „Lærdómsrík aðför þríeykis“, Morgunblaðið 24. júlí 2004.
101 Sbr. Ummæli Halldórs Asgrímssonar utanríkisráðherra í fréttum RUV þriðjudaginn
27. júli 2004 er forseti Islands hafði staðfest lög sem námu fiölmiðlalögin úr gildi.
102 Morgunblaðið, 11. apríl 2004. Slá verður þann vamagla að í þessari könnun, sem gerð
var fyrir Siðffæðistofnun Háskóla Islands, var aðeins 40% svörun en vissulega gef-
ur hún vísbendingar um afstöðu almennings.