Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 124
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
ólíkir öllum öðrum. Þetta verður oft leiðigjamt stagl og stundum er allt
að því örvinglunartónn í þessari leit að hinu heilaga grah; hinu séríslenska.
Svo virðist að um árþúsundamótin, mitt í öllum þessum þjóðarskil-
greiningum, hafi fólk skyndilega tekið eftir þ\d að hluti þjóðarinnar hvarf
út í annan heim rúmlega hundrað árum fyrr og tími væri kominn til að
kalla hann heim, því umræða um íslenska innflytjendru í Norður-Amer-
íku og afkomendur þeirra hefnr óneitanlega verið áberandi síðustu ár.
Stórfelldir flutningar íslendinga uppúr miðri f9. öld vom mjög umdeild-
ir og var á stundum hart deilt á þá sem fóm fyrir að yfirgefa landið og
bregðast skyldum sínum við það. Það má jafhvel segja að þjóðarsjálfið
hafi klofhað við brottflutningana, en nú, mitt í óreiðu og ókunnugleika
2i. aldarinnar, má greina tilraunir til að sameina hið klofha sjálf. Auðvit-
að ber ekki að taka þessa greiningu of hátíðlega, en maður hlýtnr að leita
skýringa á því að út hafa komið á undanförnum árum svo mörg rit um þá
sem fóm burt, því eins og Steinþór Hreiðarsson bendir á er víst „að sam-
skipti þjóðarbrotanna hafa ekki verið jafhmikið til umræðu á opinberum
vettvangi um langa hríð og nú er11.1
Þessi áhugi hefur ýmsar birtingarmyndir og virðist oft vera af mjög
óKkum toga. Annars vegar má sjá merki um gamlar og góðar þjóðemis-
hugmyndir, um Islendinga sem hetjulega landnámsmenn, og hins vegar
þörf tál að vísindavæða og hreinsa burt tilfinningasemi og rómantík úr ís-
lenskri söguskoðun. Hið fyrrnefhda blasir við í reglulegum dálki Morgun-
blaðsins sem flytur tíðindi úr nýja heiminum. Þar er oftar en ekki að finna
fréttir af frækilegum affekum afkomenda íslenskra innflytjenda í Kanada
og 4. júlí 2004 var til dæmis sagt frá því að John Harvard nokkur, sem væri
af íslenskum ættum, hefði tekið við embætti fylkisstjóra Manitoba.
Þessa aukna áhuga á vesturförunum fór að gæta nokkuð fyrir árþús-
undamótin. Hann má til dæmis sjá á vinsælum skáldsögum Böðvars
Guðmundssonar, Híbýli vindanna (1995) og Lífsins tré (1997), ættræknis-
áhuga afkomenda innflytjendanna, stofhun Vesmrfarasetursins á Hofsósi
og ýmsum vefsíðum sem hafa sprottið upp.2 Þá gætir einnig aukins áhuga
á samtímabókmennmm eftir afkomendur innflytjendanna, en í þeim
áhuga sér Daisy Neijmann merki ákveðinnar endurskoðunar á íslensku
1 Steinþór Hreiðarsson, „Þegar alþjóðavæðingin náði til Islands: Urn vesturferðaáhuga
í nútíð, fortíð og ffamtíð11. Tmmrit Máls og menningar 2002(1) bls. 12-16, bls. 14.
2 Hér má nefna Sögur Vestur-íslendinga úr safni Hallfreðar Arnar Eiríkssonar og
Olgu Maríu Franzdóttur á vef Stofnunar Ama Magnússonar, www.am.hi.is.
122