Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 125
LIF I TVEIMUR HEIMUM
bókmenntahefðinni, þar sem rómantískar þjóðernishugmyndir séu á
undanhaldi.3 Neijmann bendir einnig á að svo virðist sem íslensk-kanad-
ískar bókmenntir tali til Islendinga í samtímanum, því að í tilraunum til
að tjá menningarlega sjálfsmynd sem þar megi sjá, sé að finna mikilvæg-
ar vísbendingar um hvernig smá menningarsamfélög geti lifað af í al-
þjóðlegri, og að mestu enskumælandi, menningarveröld.4 Uppúr árþús-
undamótum kveður svo við nýjan tón í vesturfaraáhuganum, því þá
kemur kippur í útgáfu á ritum sem teljast til þess sem sagnfræðingar kalla
persónulegar heimildir og bókmenntafræðingar æviskrif, þ.e.a.s. dag-
bækur, bréf, ævisögur og sjálfsævisögur - efnið sem hér er til umræðu.
I grein sinni „I frásögur færandi: Vesturheimsferðir í persónulegum
heimildum“ í Burt - og meir en bœjarleið, rekur Davíð Olafsson þennan
vaxandi áhuga m.a. til þúsund ára afmælis Vínlandsfundar, og bendir á þá
rómantísku söguskoðun sem þeirri veislu fylgdi:
Á síðustu árum hefur sögu þeirra sem hlupust á brott þegar
mest reið á að þjóðin stæði saman í sjálfstæðisbaráttunni, eða
hröktust undan grimmu náttúrufari og þjóðskipulagi, verið
breytt í sögu sigurvegara og sögu landvinninga, sögu sem leið-
ir saman Leif Eiríksson, vesturfara 19. aldar og ‘landkönnuði’
nútímans, Bjarna Tryggvason geimfara, tölvufyrirtækið OZ og
Kára Stefánsson í deCODE. (bls. 72)
Þetta sýnir að þótt íslendingar fjarlægist þjóðernisrómantík í bók-
menntaumræðunni í einhverjum mæli, eins og Neijmann bendir rétti-
lega á, þá er rómantíkin sjaldan langt undan og lifir góðu lífi við hvers
konar hátíðleg tímamót og blómstrar þegar kemur að því að lýsa sam-
bandi Islands við útlönd. Þeirrar hugmyndafræði sem liggur hér að baki
og Sigurður Gylfi Magnússon kallar ‘landvinningahugmyndafræði’ í
grein sinni í sömu bók, sér vissulega stað í sumum þeirra rita sem hér eru
til umfjöllunar, þó ekki beri að líta svo á að hún sé hér einráð.51 ævisögu
Sumarliða Sumarliðasonar eftir Huldu Sigurborgu Sigtryggsdóttur má
sjá nokkuð rómantíska afstöðu til landnáms íslendinga vestanhafs en hún
hefst á þessum orðum:
3 Slíka endurskoðun má til dæmis sjá víða í Islensfo-i bókmenntasögu Máls og menning-
ar (1992-), þar sem íslenskar bókmenntír eru settar í víðara samhengi.
4 Daisy Neijmann, „Icelandic-Canadian Literature“ í History of lcelandic Literature,
ritstj. Daisy Neijmann (Lincoln: University of Nebraska Press, væntanleg 2005).
5 „Sársaukans land: Vesturheimsferðir og íslensk hugsun.“
I23