Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 127
LÍF í TVEIMUR HEIMUM
Irmrömmzið líf
Þær bækur sem hér er fjallað um eru allar, á eirrn eða annan máta, það sem
kalla má innrömmuð líf. Hér eru á ferð tvær ævisögur, ein sjálfsævisaga,
eitt bréfasafn og útgáfa á dagbókum, bréfum og fleiri persónulegum heim-
ildum. Þótt þessi verk falb því öll undir flokk æviskrifa, þá er mikilvægt að
hafa í huga að munurinn á þessum undirflokkum er töluverður og mis-
munandi form bjóða upp á óhkar tegundir frásagnar. Því verður hér lögð
nokkur áhersla á að gera grein fyrir formi þessara skrifa. Olíkir frásagnar-
mátar ævisögu og dagbókar, svo dæmi sé nefnt, bjóða heim spumingum
um tilgang verkanna og hvaða tegund þekkingar mismunandi form hafa
fram að færa. Ramminn er því mikilvægur bæði frá bókmenntalegu og
sagnfræðilegu sjónarhomi. Hvað varðar sagnfræðilega hHð verkanna þá er
vísað til umræðu sagnfræðinga um efiiið, því hér mun sjónarhomið helst
beinast að bókmenntalegum þáttum og reynt verður að varpa ljósi á nokk-
ur sameiginleg þemu og einkenni, um leið og reynt verður að gera grein
fyrir hvar munurinn á þessum formum persónulegra heimilda Hggur.
Ævisaga Sumarliða Sumarliðasonar eftir Huldu S. Sigtryggsdóttur
byggir á, og er nokkurs konar úrvinnsla á, dagbók Sumarliða sjálfs.
Tímaröð er greinilega haldið og margir, langir kaflar birtir úr dagbók-
inni, eins og t.d. úr frásögn af ferðalaginu yfir hafið (bls. 114-135). Dag-
bókin er því upphafið, hvatinn að verkinu - en Hulda segir frá því í inn-
gangi að hugmyndin hafi kviknað þegar hún rakst á dagbókina á
Landsbókasafni (bls. 7) - og jafnframt helsta heimild þess. Verkið mættd
því kalla bók um dagbók.
Að feUa dagbók í samfellda frásögn rúmlega öld efdr að hún er skrif-
uð er ekkert áhlaupaverk og þar er margt að varast. I ritdómi um verkið
hefur Vigfús Geirdal ýmislegt út á ramma Huldu að setja, sérstaklega
finnst honum höfundur gera litla grein fyrir hugmyndafræði sinni og
fræðilegri nálgun og segir: ,Jafhvel þótt ætlunin hafi verið að skrifa bók
sem læsileg sé öllum almenningi þá hefði að ósekju mátt skýra betur
markmiðið með verkinu, rannsóknaraðferðimar og helstu spurningar
sem leitast er við að svara.“ Hann heldur áfram: „Galhrm er að þessi
söguskoðun [sem fram kemur í verkinu], mælikvarðinn sem lagður er til
grundvallar, er bjagaður af fordómum, þjóðemisgoðsögnum og óvísinda-
legum rinnubrögðum.“'
\dgfus Geirdal, Ritdómur um Frá Islandi til Vestnrheims: Saga Sumarliða Sumarliða-
I25