Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 128
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
Mótbárur Vigfusar, sem óneitanlega eru svoKtið einstrengingslegar,
lúta að sagnfræðilegri nálgun og staðreynda\úllum, en hann hrósar
Huldu hins vegar fyrir aðgengilegan texta.8 Það mætti ætla að aðgengi-
legur og lipurlega skrifaður texti væri hátt skrifaður hjá bókmenntafólki,
og þessi ævisaga gæti því höfðað til þess fremur en sagnffæðinga. En eru
þessir eiginleikar ævisagna, að vera aðgengilegar og lipurlega skrifaðar,
ofmetnir? Tilgangurinn með samfelldri frásögn er að sjálfsögðu að höfða
til lesenda, en með því að fægja burt og fínpússa þá náttúrulega hnökra
sem hljóta að vera á því að segja sögu annars manns, gæti höfundur frek-
ar fælt frá en laðað að. Því kannski er aðferðin við ævisögur frá löngu lið-
inni tíð einmitt hið áhugaverða við þær, saumarnir og samskeytin, þegar
tekin er upp dagbók 19. aldar manns og hún sett í frásögn á 21. öld.
Þarna hljóta ólíkir heimar að mætast og kannski er það sá árekstur sem
okkur langar að sjá, ffekar en samfellan sem við vitum að er tilbúningur.
Ævisagnaritarar glíma \rið þann vanda að oft þarf að segja frá því sem
engar heimildir eru fyrir, bæta við og fylla í eyður og, ekki síður, skapa
andrúmsloft. Hulda reynir öðru hvoru fyrir sér í sviðsetningum, sem er
nokkuð umdeild aðferð við ævisagnaritun, og þannig fynjar hún suina
kafla. I upphafi kaflans „Til Islands á ný“ þegar líður að lokum námsvist-
ar Sumarliða í Kaupmannahöfn má finna þessa lýsingu:
Það var komið vor í Kaupmannahöfn 1860. Sólin stráði mild-
um geislum yfir borgina við sundið. Allt iðaði af lífi og breytti
um ht. Ungar stúlkur tipluðu eftir götunum í ljósum sumar-
kjólum og teyguðu að sér ilm vorsins með ölluin sínum fyrir-
heitum. Ungir piltar gáfu þessum blómarósum gaum og tóku
kurteislega ofan þegar þeir gengu hjá. Ut (sic) á dönsku sund-
unum skriðu bátar í sunnanblænum en aðrir vögguðu mjúk-
lega, bundnir við bryggjupolla. (bls. 44)
Auðvitað reynir á stílgáfu ævisagnaritarans í sviðsemingum og það er mis-
munandi hvar höfunda ber niður í bókmenntahefðinni, en hér er á ferð
sonar gullsmiðs frá Æðey efrir Huldu S. Sigtryggsdóttur, Saga 2003 (40) 1, bls.
219-226, bls. 219-220.’
8 Um það hvemig ritun aðgengilegs texta fyrir almenning samrýmist fræðilegum
kröfum hefur nokkuð verið rætt imdanfarið í tengslum við bók Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar Halldór (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2003). Sjá Hannes
Hólmsteinn Gissurarson (9. janúar 2004) Greinargerð. Morgimblaðið-, Helga Kress
(27. desember 2003) Fyllt í gap. Lesbók Morgunblaðsins.
126