Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Blaðsíða 129
LIFITVEIMUR HEIMUM
tilraun til að skapa andrúmsloft með rómantískri og nokkuð klisjukenndri
vorstemmningu í borg. Ljúít líf Kaupmannahafnar er andstæða við erfitt
Kf á Isafirði og lýsingin að því leyti þjónar ákveðnum tilgangi, þó að margt
annað hefði eflaust verið hægt að segja um Kaupmannahöfn 1860.
Aðferðin sem er beitt við útgáfu dagbókarbrotanna í Burt - og meir en
bæjarleið, byggist á ólíkum forsendum; ekkert skal þar pússað eða gert of
lesendavænt, fylgt er mjög skýrum og ákveðnum fræðilegum línum, sem
eru vandlega útskýrðar í tveimur greinum sem ná yfir um helming bók-
arinnar. Grein Sigurðar Gylfa er eins konar ákall til fræðimanna um að
fara að stunda alvöru rannsóknir á efninu og hann býður uppá kenninga-
ramma til að fara efdr. Davíð útskýrir einnig mikilvægi þess að hafa í
huga muninn á þeim formum sem þama era á ferð; dagbók er einkaleg
heimild, bréf samræða og sjálfsævisöguleg skrif listrænt endurlit (bls.
74-75). Dagbækumar og æviþættámir era hér birtir í mjög ákveðnum
fræðilegum tilgangi, efnið stendur naldð, stafrétt, en kyrfilega fræðilega
innrammað. Það má segja að sumt af því birtist í tveimur formum: ann-
ars vegar innan greinar Davíðs þar sem hann kynnir til höfundana og
efiú þeirra og síðan eitt og óstutt.
Dagbókin er um margt sérkennilegt form. Hún er form hversdagsins,
að því leyti að hún er bæði partur af hversdagslegum athöfhum fólks og
birtir hversdagslegan texta. Davíð heldur því frarn að hún sé heldur ekki
ætluð lesanda, en um þetta má þó deila. Að skrifa eitthvað niður felur
alltaf í sér að einhver muni lesa það, jafnvel þótt það sé bara höfundur-
mn sjálfur, en dagbókin getur einmitt snúist um að eiga samtal við sjálf-
an sig, og með athöfninni er maður á einhvem hátt að varðveita sjálfan
sig, fýrir sig, eða fýrir þá sem eftir koma. Þetta er einfalt form, og felur
að mestu í sér upptalningu og þótt sumar dagbækur séu uppfullar af
sjálfsrýni, þá er það undantekning.9 Hversdagslegum atvikum og stórvið-
burðum er jafhan gefið sama pláss og vægi, og er ágætt dæmi um það í
dagbók Jóhanns Schram frá ágúst 1876: „25ta. Norðangola, um kyrt.
Pálmi læknir drukknaði, féll um nótt af flatbámum í fljótið“ (bls. 168).
Undantekningu frá þessum upptalningarstíl þar sem lítið er dvahð við
9 Auðvitað era mörg dæmi um útgefnar dagbækur þar sem meira fer fyrir sjálfskoð-
un og má þar neíiia dagbækur Franz Kafka og Vlrginiu Woolf. Þar sem er sterk
hefð fyrir að gefa út dagbækur stjómmálamanna og rithöfunda, eins og í Bret-
landi, má einnig sjá að dagbækur slíks fólks era skrifaðar af vitund um að þær eru
samtímaheimild og í því augnamiði að þær muni einhvem tíma koma fyrir sjónir
fólks.
I27