Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 131
LÍF í TVEIMUR HEIMUM
ómögulegt er að halda í kollinum nöfhum og bakgrunni alls þessa fólks,
allt fellur saman í stöðuga hringrás ákvörðunar um flutning, ferðar yfir haf,
komu og veru í nýjum heimi, án þess að gamla landið svari nokkum tíma.
Böðvar útskýrir í formála að fyrra bindinu hvað það var sem hvatti hann
til að gefa bréfin út, af hverju skáldsögumar Híbýli vindanna og Lífsins tré
sem hann byggði að nokkm leyti á þessum heimildum hafi ekki sagt alla
söguna, og hann segir að bréfin hafi leitað á hann: „Söguleg skáldsaga get-
ur vissulega verið sönn á sinn hátt, trú staðreyndum og atburðum og jafn-
vel notast við sannsögulegar persónur, en bréfin em sannleikurinn sjálf-
ur“ (1. bindi, bls. xviii). Skáldskapurinn er því að einhverju leyti
ófullnægjandi í þessu samhengi, raddir bréffitara brjótast ffam í bréfasafn-
inu og em í forgrunni í stað þess að vera heimild bak við annan texta.
Ævisaga Stephans G. Stephanssonar efdr Viðar Hreinsson fellur í eða
á milli tveggja forma; ævisögu landnema og ævisögu skálds. Þar er ljóst
ffá upphafi að hér er spurt hinnar klassísku ævisagnaspurningar: „hvað
mótaði hann, hvers vegna varð hann það sem hann varð?“ (f. bindi, bls.
14). Uppbygging verksins er í mörgum, hnitmiðuðum og stuttum köfl-
um. Höfundur fer sér hægt í leit að manninum, og ekki eitt sérstakt tíma-
bil í ævi viðfangsins er beinlínis í forgrunni, heldur er sniglast gegnum
ævina og skoðað í öll skot. Viðar tdlgreinir í efdrmála að kenningar
Bakhtins um samræðuna hafi verið leiðarljós sitt við ritun ævisögunnar:
„Vinnan við heimildirnar hefur verið samræða við liðna tíð, tilraun til að
gefa hinu gleymda nýtt líf og byggja brú milli fortíðar og nútímans“ (2.
bindi, bls. 429). Samræða samtímans við fortíðina er meira áberandi í
textanum en í verki Huldu, þótt efnið sé fellt í samfellda ffásögn, og þessi
samræða gefur vísbendingar um það hve margbreytilegt ævisagnaformið
getur verið.11
Þetta er ævisaga skálds og nokkuð er um þætti sem algengir eru í
þannig verkum. Tiltekið er hvenær Stephan lærði að lesa (1. bindi, bls.
28) og bókakosti í æsku lýst: „Bókakosmr fróðleiksfúsra drengja eins og
Stefáns var kjarngóð blanda af gömlu og nýju. Hann segir þó að sig hafi
sífellt skort bækur því heima hjá sér hafi aðeins verið til venjulegar guðs-
orðabækur [...] Hann las allt sem hann náði í, gott og illt“ (1. bindi, bls.
52). Hér eru tvö nokkuð stöðug minni úr ævisögum skálda; hann lærir
11 Hugmyndinni um ævisöguna sem samræðu við liðna tíð hefur verið fylgt efdr á
ýmsa vegu. I ævisögu sinni um Charles Dickens (1990) setur Peter Ackroyd til dæm-
is saman ímyndað samtal sitt við viðfangið, þótt rúm öld skilji þá að.
I29