Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 132
GUNNÞORUNN GUÐMUNDSDOTTIR
snemma að lesa og les allt sem hönd á festir, er greinilega upprennandi
skáld. Þegar skrifa skal ætd skálds, vaknar ævinlega sú spuming hvemig
hátta sktdi tengingum milh hstar og lífs. Hér er farið varlega í þehn efn-
um, einungis þau kvæði notuð sem augljóslega tengjast ætd skáldsins og
þau sem hæfa efninu hverju sinni. Skáldið Stephan G. víkur þn' oft fyrir
bóndanum og hugsjónamanninum, og í raun aðeins þau kvæði valin sem
styðja ímynd hans sem landnámsmanns, bónda og hugsjónamanns, frek-
ar en skálds í leit að listrænni fuhkomnun.
Ein tegund persóntdegra heimhda sem oft er beitt skemmtilega í æ\d-
skrifum era ljósmyndir. Töluvert er birt af ljósmyndum í ævisögu Step-
hans og oft kallast þær á við þá mynd sem er dregin af landnemaskáldinu
í textanum. Sumar em mjög hefðbundnar, t.d. er birt mynd af skrifstofu
Stephans (2. bindi, bls. 31), sem er sígilt minni í ævisögum skálda, til að
sýna okkur að þarna hafi hann setið og skrifað ódauðleg Wæði. En
óvenju margar era stdpmtmdir úr hversdagslífmu: á ehtni er m.a.s. verið
að taka upp kartöflur (2. bindi, bls. 53), sem er ekki sérlega algengt
myndefni í ævisögum. Myndimar ýta því undir þann skilning sem nhlál
áhersla er lögð á í bókinni, að Stephan hafi verið hvort tveggja, bóndi og
skáld. Undir skemmtilegu portretti af Stephani sem tektur rúmlega hálfa
síðu stendur: „Sparibúinn skáldbóndi“ (2. bindi, bls. 63). Það er því bæði
með myndavalinu og myndatextunum sem þessi ímjmd er sköpuð.
Sjálfsævisögur hafa annað viðmið en ævisögur. I þeim er það sjálfskoð-
unin sem mestu skiptir, minnið er kannað og h'fið sett í samhengi. Upp-
rifjun minninga eða minningabrota úr æsku í sjálfsævisögum þjónar ekki
endilega einhverjum ákveðnum tilgangi, en gefur oft innsýn í bernsku og
hugarheim og getur jafnframt kallað fram svipaðar minningar hjá lesand-
anum. Eins og margir sjálfsævisagnahöfundar rifjar Erlendur Guð-
mundsson upp sínar fyrstu minningar og segir: „Eftir fimm ára aldur fer
þó minnið að taka myndir af áhrifum stærstu atburðanna“ (bls. 42) og
rifjar síðan upp tvo óskylda atburði úr æsku. Hér er minni tengt ljós-
myndun en sú tenging varð til svo að segja um leið og ljósmyndatæknin
náði útbreiðslu meðal almennings. Tilgangur ljósmynda varð að varð-
veita liðinn tíma, koma í veg fyrir að fortíðin félh í glevansku og dá og
aðstoða þannig minnið með því að geyma minningar og jafhvel skapa
þær. Því segir Erlendur minnið ‘taka myndir’.
Sjálfsævisaga Erlendar Guðmtmdssonar er einnig innrammað líf, og
þar á ekki bara hann sjálfur hlut að máli, heldur einnig ritstjórarnir, enda
130