Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 133
LÍF í TVEIMUR HEIMUM
kom hún ekki út á prenti fyrr en 70 árum eftir að hann lauk við hana og
þurfti nokkurrar ritstjórnar við. Sjálfsævisagnahöfundar beita iðulega
þeirri aðferð að fara nokkrum orðum um rit sitt í upphafi, gjarnan er þá
dregið úr, tekið ffam að ekki sé kannski allt rétt munað, eða að þetta sé
nú bara hluti málsins. Erlendur skýrir að heimildir hans séu ekki allar
jafh áreiðanlegar: „Við búskaparsögu foreldra minna hafði ég stuðning af
minnisbókum okkar feðga allra ffá þeim árum. Sama má segja um það er
áhrærir mig sérstaklega, en langmest er tekið úr minni mínu“ (bls. 5).
Hann skýrir líka að hann sé ekki að skrifa sögu svæðisins, þótt hann
,,drag[i] upp dálitla yfirborðsmynd af mannfélagi því er ég hef dvalið með
í 33 ár“ (bls. 5), og tekst að vera hógvær og drýidinn í senn, eins og ekki
er óalgengt í svona textum. Lokaorðin í þessum inngangsorðum er
dæmigerður úrdráttur: „Því miður er rit þetta ekki svo gert úr garði og
hefði átt að vera og ég viljað, en þar er fáfræðinni að kenna, og þegar best
lætur meðalmennskunni, en - þetta er í rauninni uppkast“ (bls. 5).
Þótt hér að ofan hafi verið sagt að í sjálfsævisögum eigi sér stað sjálfs-
könnun, þá er það langt frá því algilt. Sumir sjálfsævisagnaritarar víkja
sér fimlega undan þegar leiðin liggur of nærri og eyða meira plássi í að
lýsa öðrum, ættingjum eða vinum. En Erlendur svíkst ekki undan
merkjum og þó nokkuð er um sjálfsrýni í textanum. Hann veltir fyrir sér
eigin tilfmningalífi og tekst oft vel upp í áhrifamiklum lýsingum á eigin
huga. Hann segir um líðan sína eftir lát móður sinnar: „Ég hafði eitt-
hvað lesið um forfeðradýrkun Japana og mér fannst þá ég vera snortinn
af henni, svo óumræðilega einmana. Enginn sem ég gat ráðgast við um
útförina, eins og ég væri staddur á gróðurlausu skeri úti í reginhafi og
mændi eftir aðstoð“ (bls. 143).
Verkið skiptist í megintexta og aukaefhi sem ritstjórar stilla upp í
römmum til hliðar. I einum slíkum ramma er merkileg sjálfslýsing þar
sem Erlendur lýsir sér 2 5 ára gömlum. Hann lýsir útliti sínu óvenju ná-
kvæmlega, afli, skapgerð, verklagni og hvernig bækurnar vildu „tæla
[hann] frá vinnu“ og segir að hann hafi verið „haldinn sérvitur af
nokkrum en ekki óálitlegt bóndaefni“ (bls. 105). Mitt í upprifjuninni er
þannig staldrað við, sjálfið ffyst á ákveðnum aldri og rammað inn. Rit-
stjórarnir undirstrika þetta svo með því að birta ljósmynd af Erlendi 25
ára gömlum á síðunni á móti.
Stundum er komist svo að orði að fortíðin sé fjarlægt land og hjá inn-
flytjendum er það svo í bókstaflegum skilningi. Tengsl þeirra við fortíð-