Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 134
GUNNÞÓRUNN GUÐAÍUNDSDÓTTIR
ina einkennast af mjög ákveðnu rofi, fyrirfram hönnuðum kaflaskiptum í
sjálfsævisögunni. Oft og tíðum er það einmitt þetta rof sem fær fólk til
að skrifa, þörfin fyrir að byggja einhvers konar brú yfir til fortíðarinnar
og íjarlægs heimalands. Erlendur lýsir þtn svo:
SálarKfið er gerbreytt í mismunandi áttir - en aldrei hefði ég
skrifað það sem ég hef skrifað hefði ég ekki komið hingað. Þar
heima hafði ég svo margt af því fyrir augunum að athyglin tap-
aðist, en hér í fjarlægðinni er það frórm að rifja atburðina upp
á þennan hátt og héðan bera þeir við háloft í gyllingum að
horfnum undralöndum, en auðvitað í andans sýn. (bls. 315)
Fjarlægðin frá heimabyggð kallar sem sagt á skrif, skrif sem eru til þess
ætluð að byggja brú til fortíðar og fjarlægs heimalands. Þetta er dæmi-
gert fyrir stöðu innflytjandans, þá stöðu að fortíðin er ekki eingöngu
horfið land í yfirfærðum skilningi. Aðstæður innfl}U:jandans magna upp
þá tdlfinningu sem jaínan er til staðar í sjálfsævisögum, þ.e.a.s. að hér eigi
sér stað leit að horfiiu fortíðarlandi.12 Heimþrá og söknuður eftir liðinni
tíð fléttast saman og verður vart aðgreint. Hulda S. Sigtryggsdóttir lýsir
þannig því rofi sem á sér stað þegar heimalandið er yfirgefið:
Það var mikið átak fyrir vesturfarana að rífa sig upp frá rótum
á Islandi og halda út í óvissuna. Fólk vissi hvað það hafði en
ekki hvað það fékk. Þetta var ljósast eftir að vestur var komið,
ættingjar og vinir í órafjarlægð - þeir yrðu aldrei heimsóttir
framar, aldrei horft á íslenskt landslag - fjöllin - árnar - finna
mildan vorþey á vanga og vaka bjarta sumarnótt. Aðeins minn-
ingin efdr. (bls. 176)
Eins og algengt er þegar fjallað er um skilnaðinn við ísland er náttúran í
forgrunni og er gerð að táknmynd fyrir það sem er glatað, þetta endur-
12 Salman Rushdie hefur lýst hvemig áhrif þetta hefur á innflytjendur frá Indlandi: „It
may be that writers in my position, exiles or emigrants or expatriates, are haunted
by some sense of loss, some urge to reclaim, to look back, even at the risk of being
mutated into pillars of salt. But if we do look back, we must also do so in the
knowledge - which gives rise to profound uncertainties - that our physical alien-
ation from India almost inevitably means that we will not be capable of reclaiming
precisely the thing that was lost; that we will, in short, create fictions, not actual
cities or villages, but invisible ones, imaginary homelands, Indias of the mind.“ I
„Imaginary Homelands“ úr Imaginaiy Homelands: Essays and Criticism 1981-1991
(London: Granta 1991) bls. 9-21, bls. 10.
í32