Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 135
LÍF í TVEIMUR HEIMUM
speglast síðan í lýsingnm á framandi náttúru og veðurfari í nýja heimin-
um, eins og nánar er f)allað um hér að neðan.
Nostalgísk hugsun á sér líka fleiri birtingarmyndir, því í sjálfsævisögu-
legum skrifum leitar stundum á fólk sá möguleiki að önnur líf hefðu ver-
ið möguleg, því í sjálfskönnun þegar atburðir og ákvarðanir eru skoðað-
ar hggur önnur, ófarin leið. Þetta verður sérstaklega áberandi þegar fólk
flytur milh landa og skilur eftir annað líf í gamla landinu. I dagbók Odds
Guðmundssonar sem síðar nefiidi sig O. G. Akraness frá 1887 má sjá
dæmi um þetta:
1. okt. Smíða til kl. 41/4, þá varð ófært af rigningu. Hugleiðing-
ar: Hefði eg verið heima í dag mundi eg hafa, eins og fyrirfar-
andi, verið orðinn Bamaskólakennari Akumesinga, því í dag er
skólinn þar settur. Hver er kennarinn? Hamingjan má ráða
hvert eg hefi betra af mér hér eða heima. En hingað til hefur
Guð mér hjálpað og hér eptir mun hann vissulega hjálpa mér.
Ekki get eg gert að því þó mér hálfleiðist. (bls. 303)
í öllum þeim verkum sem hér eru til umfjöllunar er því um að ræða end-
urgerð á fortíðinni. Mismunandi aðferðum er beitt og að sjálfsögðu
sldptir hér máli tíminn sem líður á milli atburða og skrifa. I bókmennta-
legum skilningi eru formin ólík, en lúta þó lögmálum æviskrifa, þ.e.a.s.
úrvdnnslu heimilda og minninga, frekar en lögmálum skáldskaparins. En
þessir textar mynda einnig undirflokk æviskrifa; þeir falla undir æviskrif
innflytjenda og þegar tekið er tiflit til þess að þetta fólk flutti allt frá
nokkum veginn sama stað á nokkurn veginn sama stað á nokkum veginn
sama tíma, kemur ekki á óvart að hér era oft á ferð svipaðar lýsingar.
Ókunn lönd
Útlönd við fyrstu sýn er þema sem er að sjálfsögðu áberandi í öllum þess-
um ritum, og þar era lýsingar á Skotlandi algengar, enda var það íýrsti
viðkomustaður á leiðinni yfir hafið. Hið framandlega er svo hreinlega
framandlegt í augum Islendinga að það er eins og þeir séu í heimsókn frá
öðrum hnetti. Höfninni í Leith er víða lýst: hús og ljós og fólk er stærra,
bjartara og einkennilegra en nokkuð sem ferðafólkið hefur áður séð. Og
gjaman fylgja lýsingar á lestarferðinni frá Leith til Glasgow. Jóhannes
Schram lýsir t.d. þeirri ferð í sinni dagbók:
03