Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 137
LÍF í TVEIMUR HEIMUM
dagur var heitur og mollulegur fram undir nón en þá fór að rigna með
þrumum og eldingum svo hálfbjart var það augnablikið er eldingunum brá
fyrir. SKku veðurfari höfðu þau ekki kynnst og ekki laust við að geigur væri
í þeim þessa fyrstu nótt“ (bls. 127). Veðrið er öfgakennt, framandi og óvið-
ráðanlegt. Skiptir litlu reynsla af ís og harðindavetrum á Islandi í þeim
samanburði. Jóhannes Sigurðsson skrifar bróður sínum 1888: „Af mér er
ekkert að segja nema ég kann hér illa við allt og er heldur vonlítill um að
ég festi hér yndi og þó þykir mér verra að mér finnst loftslag eiga hér illa
við mig, mér virðist loftið vera hér einhvem veginn drangalegt og óvið-
felldið“ (2. bindi, bls. 23). Islensk náttúra er andstæðan við þetta, kunnug-
leg, falleg og mild, hvað sem líður raunverulegum aðstæðum á Islandi.
Hulda gefur líka í skyn að Islendingar hafi leitað að kunnuglegu lands-
lagi þegar þeir settust að: „Helst vildu Frónbúarnir land sem líktist gamla
landinu og með því að nota ímyndunaraflið mátti kalla Pembinahæðirn-
ar fjöll og í nágrenni þeirra vildu þeir vera þótt frjósamari jarðveg væri
að finna á öðrum stöðum í héraðinu“ (bls. 141). Erlendur tekur undir að
betra sé að vera í landslagi sem er líkara íslensku og lýsir Argyle þannig:
„Þar voru hæðir sums staðar og háir hólar og af þeim betra útsýni. Var
það víst mikil fróun þeim af fjallaþjóðinni íslensku, sem vön var meiri
svip á heimalandinu en hér tilbreytingarlausum sléttunum“ (bls.
249-250). Það er því beinlínis hollt fyrir sálarlífið að vera í kunnuglegu
landslagi, framandi landslag er óviðfelldið ef ekki beinlínis hættulegt.'5
Viðar Hreinsson leggur út af kvæði Stephans, þar sem nokkuð er kom-
ið inn á það ástand að Hfa á mörkum tveggja heima. Enn er það landslag-
ið sem er í forgrunni:
Faðerni og fóstur vegast á í kvæðinu „Útlegðin“: „Ég á orðið
einhvem vegirrn / ekkert föðurland,“ segir Stephan, þótt rækt-
arbandið sem tengir hann við fæðingarlandið hafi hnýst fastar
um hjartað. En fóstran Kanada gekk honum ekki alveg í móð-
15 Lýsingar á framandi landslagi fela oft í sér að það framandlega sé hættulegt sál og
líkama. Eva Hofffnan, pólskur innflytjandi í Kanada uppúr miðri 20. öld, lýsir því
að systir hennar hafi orðið veik í fýrstu ferðinni yfir Klettafjöllin, „perhaps recoil-
ing deeply fforn this strangeness". Lost in Translation: Life in a New Language (Lond-
on: Minerva, 1991), bls. 100. Eg fjalla frekar um veður- og landslagslýsingar í verk-
um innflytjenda í kaflanum „Autobiography and Joumeys Between Cultures“ í
Borderlines: Autobiography and Fiction in Postmodem Life Writing (Amsterdam, New
York: Rodopi, 2003), bls. 167-175. Hér ættu einnig vel við kenningar Freuds um
‘das Unheimliche’, en sú greining bíður betri tíma.
:35