Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 138
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
urstað þótt fögur væri. Einhver óviðkynning lagðist á milli svo
skáldið hefur aldrei getað sagst vera sonur hennar. Landslagið
er ekki nógu viðfelldið og það byggir hálfókunnug þjóð sem
skortir „andans ættarsvip“. (1. bindi, bls. 352)
Veðrið virðist einnig tengjast beint illu innræti, spillingu og þess háttar
ósiðum og er greinilega skaðlegt heilsu rnanna. I bréfi Jóhannesar Sig-
urðssonar frá 1. apríl 1888 eru það aftur öfgarnar sem vekja athygli:
„Háta og kulda kalla ég hér ákaflega skaðlegt fyrir heilsu inanns, enda
hefur mönnum orðið að því, því menn hafa oft fengið sólslag og sálast á
fáum mínútum, eins vill það til að menn frjósa í hel og það á stuttuin
tíma“ (2. bindi, bls. 24).
I óútreiknanlegu veðurfari og óhugnanlegu landslagi er voðinn vís og
útlönd eru uppspretta margs ills. I bréfi Björns Sigurðssonar til Halldórs
Hallgrímssonar ffá 26. desember 1888 segir: „Og enn í haust hafa aftur
4 strokið norður til Canada frá skuldabasli sínu, en þetta er alltítt hér hjá
innlendum þá svo ber undir, og er auðlærð ill danska“ (2. bindi, bls. 9).
Þetta er algeng skoðun og sér víða stað í bréfum og dagbókum; glæpa-
mennsku og spillingu lærði fólk í útlöndum og hafði ekki með sér að
heiman.
Oft hefur verið bent á að konur hafi löngum verið séðar sem ‘annað’,
ffamandlegar og óþekkjanlegar, og er karlinn þá viðmiðið; heill og þekkj-
anlegur. Þar að auki hefur verið litið svo á þær séu mun reikulli í siðgæð-
inu en karlar. I fyrstu kynnum vesturfaranna af ffamandi löndum sjást oft
dæmi þess að höfundunum finnist konurnar gerast útlendar um leið,
verði af því spilltar og ffamandgerist fyrir augum karlanna. Hulda hefur
þetta úr dagbók Sumarliða þar sem hann segir ffá Glasgow:
Nú eru margar stúlkur komnar á enskan búning. Þær keyptu
hann fyrsta kvöldið sem þær voru hér og svo eru þær farnar að
ganga eins og fólkið hér, svo eru þetta gömul föt sem þær
keyptu. Þær héldu að þau væru ný. Eg held að þær hugsi mest
um finheitin. Þær lifa varla á fínheitum í Ameríku. Þær setja
kodda undir rassinn á sér heldur en ekki neitt. Það voru nokkr-
ar stúlkur að dansa áðan. Þá datt koddinn af rassinum á einni.
Svona eru finheitin. Þrjár af þessum helsm er búnar að eiga
börn en orðnar lausar við þau. Þær munu vera til í slarkið. Það
136