Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 139
LÍF í TVEIMtm HELVTUM
er heldur bágt að ef maður kemst úr landssteinunum að mað-
ur skuli gera sig tmdireins að annarri þjóð. (bls. 117-118)
Konurnar eru hégómlegar, falla umsvifalaust fyrir því útlenda, spillast
auðveldlega og verða ógeðfelldar og ffamandi, rétt eins og útlönd, löng-
un þeirra til fjarlægra landa ber ekki í sér framfarahug og metnað, held-
ur einungis hégómagimd og siðspillingu. Þórður Brynjólfsson lýsir því
sem fram fór á skipinu í dagbók sinni frá ágúst 1883: „20. Fólk fór sjálft
opt á dekk, 2 gufuskip fór fram hjá okkur (til Englands), ósiðsemi átti sjer
stað á skipi okkar fyrir sumu ógiptu kvennfólki, við enska stráka. Fyrir
því vom stúlkur 2 úr Dölum og Guðrún Messíana úr A'Iiðfirði, einkan-
lega hin síðasmefnda, var flokkinum öllum til skammar“ (bls. 212). Þær
verða sér til skammar þegar þær taka upp útlenda siði, því þá verða þær
hjákátlegar, þær em á mörkum tveggja heima, em hvorki-né, týna niður
því íslenska, en geta ekki byggt nýja sjálfsmynd í staðinn. Þetta endur-
speglar auðvitað almennt ástand innflytjandans sem reynir að aðlagast
nýjum heimi, og reynir að fella sitt ‘gamla’ sjálf í nýja sjálfsmynd.16
Tvíheimar og tungnmál
Eins og þessir textar bera með sér þá er saga innflytjenda saga fólks sem
stendur á mörkum gamla og nýja heimsins og þessi mörk eiga sér einatt
hhðstæðu í mörkum tveggja tungumála. Ehð sígilda form sögu innflytj-
anda er oft lýst sem þríleik: fýrst undirbúningur, síðan átök við nýja
heiminn, og loks sátt við nýjan heim, sem oftar en ekki á sér hliðstæðu í
því að einstaklingurinn tileinkar sér nýtt tungumál.17 Það má sjá merki
þessa þríleiks í þeim verkum sem hér um ræðir, en samt er ýmislegt sem
kemur á óvart í þeim efnum.
Þessu mikla uppbroti, þessari gríðarlega mikilvægu ákvörðun er oft
lýst ákaflega hversdagslega og stundum varla gerð grein fyrir hvað olli
þessum gífurlegu umskiptum á lífi þessa fólks. Undanfarinn getur verið
æði misjafn, undirbúningur oft lítdll, og ástæðurnar fýrir ferðinni marg-
víslegar. Ameríku er á stundum lýst sem fýrirheitna landinu, en þó er það
16 Þessari leit lýsa margir höfundar, má þar nefha Evu Hoffinann (sjá áðumefnt rit),
fýrirrennara hennar Mary Antin sem lýsti þessu ástandi sem endurfæðingu í The
Promised Land (1912) og kínversk-ameríska höfundinn Maxine Hong Kingston sem
blandar saman mýtum, skáldskap og ævisögu í The Woman Warrior (1975).
17 Sjá bls. 141-181 í Borderlines.
U7