Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 140
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
alls ekki eins algengt og maður kynni að ætla. Dagbókarhaldarinn Jó-
hannes Asgeir Líndal skrifaði stutta frásögn sem nefhist „.Ameríkuför
1889“. Þar segir meðal annars:
Ég hafði heyrt mikið talað um Ameríkuna, sæluna og sólskinið
fyrir vestan hafið. Alig langaði mikið til að sjá þetta fagra land
- frjálsa land - friðar land [...] En hjá mér hreyfði sér einnig
beiskur söknuðttr, efasemi og jafnvel kvíði fyrir því að skilja við
fósturjörð mína ogrdldi jafnvel eins og Gunnar forðum snúa til
baka. (bls. 354-355)
Þessi alþekkta og alþjóðlega lýsing á fyrirheitna landinu Ameríku er frek-
ar undantekning í þessum verkum. Tónninn hjá Erlendi er til dænús
frekar kaldhæðinn þegar hann segir: „Svo var ég þá kominn til fyrir-
heitna landsins“ (bls. 174). Hér birtast vel þekkt viðbrögð innflytjandans;
von og fyrirheit í nýju landi, jafrthliða söknuði og heitum tilfinningum til
föðurlandsins. Þarna er sem tvö öfl séu að verki, enda oft sagt að það sem
helst togast á í manninum sé hvort hann á að fara eða vera.
Aform og draumur um nýtt land er þri ekki fyrirferðarmikið í textun-
um. Erlendur hefur t.d. ekki minnst á ferðaplön einu orði þegar hann
segir: „Þessi nýfædda dóttir okkar var skírð Elín Kristín Aróra. Seinasta
nafnið var sett af mér af sömu ástæðu og nafnið Brynhildur, að ekki
þyrfid að breyta því hvar á löndum sem hún dveldi“ (bls. 139). I frásögn
hans er það ekki eirðarleysi hans sem veldur flutningunum, heldur var
það eiginkonan sem ekki gat hugsað sér hlutskipti bóndakonunnar. Er-
lendi fannst fráleitt að gerast púlari í kaupstað og hann segir að það eina
sem þá liggi fyrir þeim sé að flytja til Ameríku. Hann er viss um að hún
hafhi því, en hún tekur hann á orðinu og er lögð af stað með börnin á
undan honum. Hann vill ekki rífa sig frá kunningjum og foreldrum
sárnauðugur: „En Ingibjörg gat það, ffelsið og sælan sem beið hennar
þar vestur frá höfðu gagntekið svo ímyndunaraflið. En nú varð hún að
fara ein með bömin því ég varð að vera næsta ár við innheimtubrask, að
nokkru leyti á þremur búum“ (bls. 146). Hér er aftur dæmf um að kon-
ur heillist meira af því framandi en karlarnir. Það er konan sem rífur
karlmanninn úr sínu rétta umhverfi, steypir honum í erfiðleika og rek-
ur af stað í nýjan heim. Það er engri tilhlökkun, ævintýraþrá eða land-
nemarómantík fyrir að fara hjá Erlendi: „svo var ég vonlaus urn ffamtíð-
ina, gerandi ráð fyrir að hefði ég staðið á fótunum heima þá ætti ég fyrir
138