Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 141
LIFITVELMUR HEIMUM
höndum að standa á höfðinu þar sem eftir var ævinnar, það var döpur
ffamtíð“ (bls. 150).
Viðar Hreinsson leitar dýpri skilnings, eins og ævisagnaritara ber, þeg-
ar hann útskýrir ferðir Stephans:
[Þingeyingar] tileinkuðu sér ffelsishugmyndir Jóns forseta og
stofnuðu verslunar- og framfarafélög [...] Upp úr 1870 magn-
aðist óþol vegna seinlætis í sjálfstæðisbaráttunni. Islendingum
fjölgaði svo að atvinnulífið gat vart tekið við þótt framfarir
yrðu í búskap og fiskveiðum og fólk flytti inn til heiða. Mann-
fjölgun, harðindi, vonbrigði í sjálfstæðismálum, þekking á
nýjum heimi og bættar samgöngur voru helstu hvatar vestur-
ferða. (1. bindi, bls. 104)
Hér eru ekki eirðarlausar og hégómlegar konur á ferð, sem nenna ekki
að standa í búskap, heldur skýrar sögulegar forsendur og karlar í fram-
farahug. Þessi munur skýrist að hluta til af því að hér er um mismunandi
form að ræða, annars vegar sjálfsævisögu, og þar af leiðandi persónulega
sýn á samtímann og hins vegar 21. aldar ævisögu, þar sem sagnfræðilegra
útskýringa á löngu liðnum atburðum er leitað. Þessar mismunandi túlk-
anir endurspegla einnig þá gömlu kreddu að konur séu tilfinningaverur
ófærar um afstrakt hugsun, en karlar rökhugsunin uppmáluð, og fiti
ávallt tdl stærra samhengis.
Þegar fjallað er um aðlögun að nýjum heimi í þessum verkum eru
lýsingar á búskaparháttum, vinnuleit og húsakostd algengastar. Það er
helst að menningarlegur árekstur við nýjan heim felist í því að Islending-
ar þurftu að taka upp akuryrkju með misjöfhum árangri. Framandleikinn
birtdst í ókennilegu borgarlandslagi, veðurlýsingum og ógnvekjandi lands-
lagi, en að öðru leyti er lítdð fjallað um árekstur tveggja menningarheima.
Það má því segja að þögn ríki um það atriði sem lesandi á von á að
verði fyrirferðarmikið, þ.e.a.s. mngumálið. Eins og áður segir þá eru
átökin við nýtt tungumál áberandi í skrifum innflytjenda (sbr. titil bókar
Evu Hoffman, Lost in Translation: A Life in a New Language). í dagbók-
um og bréfum íslendinganna er stundum minnst á tungumálaörðugleika.
Jón Eldon skrifar 1888: „Konan hefur lofað mér að kenna mér ensku í
vetur en ég met það alveg eins þó Sölvi Helgason hefði lofað að flytja
mig upp í tunglið“ (2. bindi, bls. 102). Málleysið hefur einangrandi hlið-
ar, og samskiptd við hinn ráðandi engilsaxneska menningarheim hljóta að
U9