Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 142
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
hafa verið flókin oft og tíðum. Anna Soffía Davíðsdóttir skrifaði vmkonu
sinni á Islandi bréf og ráðlagði henni að fara hvergi því hún vilji ekki
gylla Ameríku fyrir hana um of því
það máttu vera viss um að þú getur reikað með unnusta þínum,
hver sem hann verður, um hinar fögru Islands engjar og stutt
að bami hans með eins mikilli ástarblíðu og munaðarsælu eins
og hinar prúðbúnu, svarteygu og fjörugu dætur Ameríku, þó
þær sitji í skuggasælum skógarlundum, líkt sem rósir, mitt á
milli fagurgerðra blómsturbeða og láti unnusta sína nær þ\rí
krjúpa á hnjánum fyrir sér alsigraða af fegurð og ást, hlýðandi
á hið sætarómaða mál þeirra, sem þó ekki hljóðar um annað en
auðvirðilega hégómaelsku. (bls. 50)
Vanþekking á tungumáhnu hefur í för með sér einangrun og einsemd.
Nýja málið verður eftirsóknanært, en um leið er það á einhvern hátt
óekta, getur ekki talað máli ástarinnar og því einskis virði, hjóm eitt.
Þessi einangrun snertir líka skáld í nýjum heimi. Þegar Stephan G. situr
við skriftir í Kanada þá hlýtur hann að einhverju leyti að vera að skrifa út
í tómið, eða heim til gamla landsins, frekar en til nýs heims. Þótt lítið sé
sagt um það ástand, þá fjallar Viðar töluvert um þá aðstöðu að lifa á
mörkunum, og Stephan bjó á mörkum heima í fleirum en einum skiln-
ingi: „Landnámið við Red Deer var á mörkum óbyggða og mannheima.
A þeim mörkum var fyrsta skáld Alberta að kveðast á við skapandi nátt-
úruöfl“ (1. bindi, bls. 382). Og fyrsta skáld Alberta skrifaði á ókunnu
tungumáli.
Þegar Vestur-íslendingar fóru svo að skrifa á ensku, vakti það misjöfh
viðbrögð. Skrif Lauru Goodman Salverson brjóta blað og voru nokkuð
umdeild. Stephan hreifst t.d. ekki sérlega af þeim skrifum (2. bindi, bls.
372) og Viðar segir um verk hennar: „Hún skrifaði á ensku og lagaði ís-
lenskan efnivið að þarlendum bókmenntasmekk með misjöfnum árangri“
(2. bindi, bls. 372). Neijmann bendir á að Salverson hafi tekið innstu
hugsanir samfélagsins út fyrir sín menningarlegu mörk og mállegt öryggi
íslenskunnar og afhjúpað þær fyrir ókunnum lesendahóp.18 Hið sérís-
lenska er flutt í burtu, sett í nýjan búning, aðlagað nýjum heimi og býr
því sannarlega á mörkum tveggja heima, en ekki á leiðinni þangað, eins
og segja mætti um Stephan G.
18 „Icelandic-Canadian Literature“.
140