Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 143
LEF ITVFJMUR HELMUM
Eins og rætt var hér að ofan að þá var síðasti þáttur þrískiptingarinn-
ar í verkum innflytjenda einhvers konar sátt við nýjan heim. Þetta birtist
öðru hvoru í þeim verkum sem hér um ræðir. Hulda lýsir því þegar Sum-
arhði var að undirbúa eigin jarðarför, vildi hann vera grafinn með Pass-
íusálmana og Nýja testamentið og bætir við: „Þótt Sumarliði væri ávallt
Islendingur í hjarta sínu var honum ljóst að kjörland hans var framtíðar-
land afkomendanna. Ef til vill var það þess vegna að hann bað um að dá-
Ktið Bandaríkjaflagg úr silki færi með honum í kistuna“ (bls. 274). Sátt-
in við nýja heiminn má því ekki ganga of langt, það verður að taka ffam
að Sumarliði hafi verið Islendingur í hjarta sínu, markmið landnemanna
má þá ekki vera að aðlagast fullkomlega nýjum heimi, heldur að varðveita
Island og hið séríslenska.
Mögulegar sættir við nýjan heim eru víðar tengdar dauðanum. Að vera
grafinn í öðru landi er þá lokaþátturinn, héðan í frá verður ekki aftur
snúið. Viðar leggur út af öðru kvæði Stephans: „Bein föður hans og son-
ar hvíldu í mold í Dakota og nú vill Stephan fullkomna landnám sitt í
Kanada með því að bera beinin í Alberta í fyllingu tímans. Stephan er að
yrkja sig í sátt við nýja fósturjörð, ummynda útlegð í heimkynni“ (1.
bindi, bls. 354).
Það má vera ljóst að hinar ýmsu tegundir æviskrifa veita okkur mis-
munandi rnnsýn í heim og ævi fólks. Bréfin og dagbækumar eru form
hversdagsins, saixn'æða við aðra eða sjálfan sig, sem reyna að flytja tíð-
indi, skrá samtímann og varðveita. Stundum má þar finna sjálfrýni sem
er aðal sjálfsævisögunnar sem veitir okkur dýpri skilning á þeim átökum
sem fylgdi flutningum í nýjan heim. Ævisögumar em aftur á mörkum
sagnfræði og persónulegra skrifa, einstaklingurinn er þar að sjálfsögðu í
forgrunni, en oft er leitað stærra samhengis.
I þessum verkum er tvískiptmg heimsins nokkuð skýr: Heimurinn
skiptist í Island og útlönd, og þó að lítið fari fyrir árekstrum við aðra
mennmgarheima eða umræðum um tungumáhð, þá er ferðalagið sjálft
oft hápunktur þessara verka. Uppúr miðri 19. öld klofnaði hluti þjóðar-
innar frá landinu, þessar útgáfur á margvíslegum æviskrifum tengdum
þeim er tilraun tdl að lesa okkur inn í reynslu þessa þjóðarbrots. I þeim
lestri kallast á þörf okkar fyrir sátt við tíma okkar og sögu og barátta inn-
flytjendanna við að skilja við gamlan heim og uppgötva nýjan. Þessi vax-
andi áhugi á persónulegum heimildum Vestur-íslendinga er ef tál vill
merki um að við séum loks tdlbúin tdl að láta þá segja sína sögu. Ekki und-