Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 147
HVAÐ ER TVTTYNGI?
þeir einstaklingar sem slíkt gera kallast tvítyngdir.6 Með öðrum orðum
taldi Weinreich alla sem nota ólíkar tungur reglulega vera tvítyngda, án
þess að gera nokkrar ákveðnar kröfur til kunnáttu viðkomandi í málunum.
Einstaklingur sem notar fleiri mál en eitt í daglegu lífi telst samkvæmt
þessu tvítyngdur og ekki er gerð nein krafa um hvemig eða hvenær málin
lærðust eða hversu vel þau eru töluð. Aður en Weinreich kynnti rannsókn-
ir sínar höfðu fáir skrifað sérstaklega um tvítyngi. Þó má nefna Wemer F.
Leopold sem birti dagbók frá árunum 1939-1949 um málþroska dóttur
sinnar Hildegard, en hún lærði ensku og þýsku jöfnum höndum í uppvext-
inum7 og Einar Haugen, en árið 1953 kynnti hann rannsóknir sínar á máli
norskra innflytjenda í Ameríku.8 Sporgöngumenn þessara manna urðu
þölmargir og síðustu áramgi hafa tvítyngisrannsóknir skipað hærri og
verðugri sess meðal rannsókna málfræðinga auk þess sem sérstakar deildir
í tvítyngisfræðum hafa verið stofiiaðar við ýmsa háskóla.
Tvítyngi er af fræðimönnum ýmist skoðað sem samfélagslegt fýrirbæri
eða einstaklingsfyrirbæri. Mörg lönd era tvítyngd eða fleirtyngd, trúlega
á það að einhverju leyti við þau flestöll en mjög misjafiit er eftír löndum
hver afstaða stjómvalda til ólíkra tungumála þegnarma er. A Norður-
löndum hvetja stjórnvöld eindregið (a.m.k. í orði) til stuðnings við
minnihlutamál og í Svíþjóð hafa sjö tungumál verið skilgreind rfkismál.
En í þölmörgum löndum neita stjómvöld að viðurkenna tilvist ákveð-
inna tungumála innan landamæra sinna, jafiivel þótt mikill fjöldi borgar-
anna hafi þau að móðurmálum. I sumum löndum er kveðið á um opin-
bert mál eða opinber mál í landslögum. Sem fýrr segir er Svíþjóð meðal
þeirra, en sem önnur dæmi má nefha Finnland þar sem finnska og sænska
eru opinber mál og Kenýa með ensku, swahili og fleiri mál.
Samfélög geta einnig verið tvítyngd vegna þess að til hliðar við opin-
ber mál eru notuð önnur mál, ýmist á ákveðnum landsvæðum eða með-
al einstakra hópa. Það er heldur ekki mjög óalgengt að samfélög hafi tvö
mál sem þjóna ólíkum tilgangi eða notum í samfélaginu. Þegar um slíkt
er að ræða er talað um díglossíu.9 Orðið díglossía er gríska og þýðir ein-
6 „The practice of altemately using two languages will be called BILINGUALISM,
and the persons involved BILINGUAL“ (sama rit bls. 1).
Leopold F. 1939^-9: Speech development ofa hilingual child; a linguist’s record. 4 vols.
Evanston, Dlinois.
8 Haugen, Einar 1953: The Narœegian Language in America. A study in Bilingual Be-
haviour. Philadelphia.
fl Ferguson, Charles A. 1971: Diglossia. I: Language stnicture and language use. Essays
145