Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 151
HVAÐ ER TVÍTYNGI?
Hræðslan við tvítyngt uppeldi sem verið hefur lífseig byggist senni-
lega að hluta til á niðurstöðum rannsókna sem kynntar voru í kringum
1960 og bentu oft til lélegri málþroska og jafnvel lélegri vitsmuna-
þroska tvítyngdra barna en eintyngdra.1' Arið 1968 kynnti Svíinn Nils-
Erik Hansegárd hugtakið hálftyngi. Bók hans Tvítyngi eða hálftyngi,
sem kom út þetta ár, varð einnig vatn á myllu þeirra sem hræðast tví-
tyngi.18 Hálftyngi átti líklega í byrjun aðeins að vera safnhugtak um
ýmis vandamál barna í Norður-Svíþjóð sem höfðu finnsku að móður-
máli en þurftu að stunda allt sitt nám á sænsku. Mörg börn í Torneda-
len í Svíþjóð, þar sem töluð er tornedalsfmnska, áttu samkvæmt þessu
að öðlast ófullkomna þekkingu í tveimur málum, þau lærðu m.ö.o. ekk-
ert mál til hlítar í stað þess að læra eitt mál almennilega. Sama hug-
mynd var síðan yfirfærð á börn innflytjenda. Hugtakið var í raun sett
fram sem tilgáta og hugsað sem málpólitískt slagorð miklu fremur en
fræðilegt hugtak, til að styðja við þá kröfu að börn með önnur mál en
sænsku að móðurmáli fengju stuðningskennslu í sænskunni eða hrein-
lega kennslu á móðurmálinu fyrstu skólaárin, þar til þau hefðu öðlast
næga sænskukunnáttu til að geta nýtt sér kennslu á því máli. Því miður
lögðu margir þann skilning í hugtakið að það endurspeglaði vísindalega
prófaðan sannleik um að stórir hópar einstaklinga væru málfarslega
heftir vegna tvítyngis (eða kannski frekar vegna skorts á tvítyngi).19
Slíkt máluppeldi átti jafnvel að hamla vitsmunaþroska, því málþroski
tengist oft öðrum þroska. Enda þótt ætlunin með slagorðinu hefði ver-
ið að hvetja stjórnvöld til að taka við sér strax og útvega stuðnings-
kennslu og aðstoð þótti mörgum finnskumælandi Svíum að sér vegið
og könnuðust ekki við að vera hálftyngdir og margir túlkuðu þetta sem
svo að tvítyngi væri eitthvað mjög slæmt og óhollt. Þegar upp var stað-
ið gerði þessi umræða mikið ógagn. Það er vert að taka fram að enginn
hefur enn getað bent á hálftyngdan einstakling eða sýnt hann opinber-
lega, hvað þá að nokkur slíkur hafi gefið sig fram, svo vafasamt er að
nota orðið af einhverju viti í fræðilegri umræðu.
Margar af eldri tvítyngisrannsóknum virtust benda til slæmra áhrifa
17 Huss, Leena Marjatta 1991: Simultan tvásprákighet i svensk-finsk kontext. (Studia
Uralica Upsaliensia 21) Uppsala (bls. 30).
18 Hansegárd, N.E. 1963: Tvásprákighet eller halvsprákighet? Stockholm.
19 Hyltenstam, Kenneth og Stroud, Christopher 1991: Sprákbyte och sprákbevarande.
Om samiskan och andra minoritetssprák. Lund (bls. 52).
x49