Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 153
HVAÐ ER TVÍTYNGI?
eldi hafi alls engin sérstök áhrif umfram eintyngt uppeldi, önnur en þau
að viðkomandi bam læri fleiri tungumál en eitt.26
An þess að veifa rannsóknum á þroska tvítyngdra bama má með góð-
um rökum halda því fram að kostdmir við tvntyngi séu augljósir. Til dæm-
is er það óumdeilanlegur kostur fyrir barn sem elst upp hjá foreldri (eða
foreldrum), sem hafa annað móðurmál en þá tungu sem töluð er í land-
inu sem búið er í, að geta talað við foreldrið á móðurmáli þess. Að sama
skapi gæti þá bamið verið í góðu sambandi við ömmur og afa eða aðra
ættdngja sem tala tungumál foreldrisins og þannig byggt upp nánara sam-
band og átt rætur í fleiri en einni menningu. Hverju tungumáfi fylgir
ákveðinn heimur og þær gjár sem myndast á milb ólíkra þjóða og menn-
ingarheima verða best brúaðar með því að fólk læri tungumál hvers ann-
ars. Því hefur verið haldið fram að þeir sem alast upp við að tala mörg
tungumál séu næmir í samskiptum við fólk af ólíkum uppruna, eigi auð-
veldara með að sýna samlíðan með öðrum og því oft vel fallnir til ýmiss
konar samningaviðræðna. Einnig getum við velt því fyrir okkur hvort
ekki sé sennilegt að þeir sem alast upp við tvítyngi og með fólki sem tal-
ar önnur tungumál en meirihlutinn, verði almennt umburðarlyndari
gagnvart fjölbreytni mannlífsins og þölbreytni í tungumálanotkun og
þolinmóðari hlustendur en þeir sem eintyngdir eru?
Okostir við margar rannsóknir sem gerðar hafa verið á máh bama, sem
lært hafa tvö eða fleiri tungumál jafnhfiða, em að þær em bundnar við
ákveðin tilfelh (e. case-stndies) þar sem foreldrar hafa haldið dagbækur yfir
málþroska bama sinna. Frá strangvísindalegu sjónarmiði er ekki erfitt að
finna galla á slíku rannsóknaformi. Foreldrar era oft ekki best dómbærir á
málfar bama sinna, þótt margar sbkar rannsóknir hafi gagnast vel og bætt
við þekkingu. Tæknin hefur þó lagt lið þar sem hljóð- og myndupptökur
hafa verið notaðar með góðum árangri. Oft heyrist sagt, og foreldrar tví-
tyngdra bama hafa sjálfir haldið því fram, að tvítyngd böm hefji máltök-
una seinna en eintyngd böm. Slíkar niðurstöður telja Edith Harding-Esch
og Phihp Riley ekki ábyggilegar og vísa í rannsókn þar sem mæður skrif-
uðu niður fyrstu orð bama sinna. Niðurstaðan var sú að hjá tvítyngdum var
meðalaldurinn þegar bam sagði sitt fyrsta orð f 1 mánaða og tveggja daga
en hjá eintyngdum 12 mánaða. Þessu verður þó að taka með fyrirvara því
eins og fyrr sagði er um að ræða stolta foreldra sem vilja hugsanlega gjama
26 Huss, Leena Marjatta 1991: Simultan násprákighet i svensk-finsk kontext. (Studia
Uralica Upsaliensia 21) Uppsala (bls. 30).