Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 154
ÞORDIS GISLADOTTTR
túlka ýmis Kljóð hjá bömunum sínum sem orðmyndun. Ábyggilegri rann-
sóknir hafa sýnt að bæði eintyngdir og tvítyngdir bt'rja að mtmda orð með
hljóðum sem era einföld í ffamburði, svo sem p, b, d, f, m og n og læra
seinna flóknari hljóð. Síðast lærast erfiðir samhljóðaklasar á borð við fr og
st. Báðir hópar bama virðast einnig læra að skilja mál á sama tíma og bæði
eintyngdir og tvátyngdir tengja orðin smám saman í setningar á Hkan hátt.
Af rannsóknum má ráða að líldndm séu mun afdráttarlausari en það sem
óKkt er í málþroska eintyngdra og tvítyngdra.2
I ffamhaldi af þessu langar mig að minnast á eigin rannsókn en þar fékk
ég íslendinga í Svuþjóð til að merkja við ýmsar flillyrðingar mn tvítyngi og
bar svörin saman við sænska rannsókn þar sem slembiúrtak úr símaskránni
var látið krossa við sömu fullyrðingar. Ein fullyrðinganna var eftírfarandi:
Það er ruglandi fyrir böm að læra m 'örg ttmgumál samtímis. I sænsku rann-
sókninni, þar sem ætla má að um 8-10% séu tvítyngdir, krossuðu 41% við
þessa fullyrðingu og töldu hana rétta. I rannsókninni meðal Islendinga í
Svíþjóð krossuðu einungis 11% þátttakenda við þessa fullyrðingu, en
þama er um að ræða hóp sem hefur reynslu af tvítyngi og virðist ekki áh'ta
að það sé ruglandi fyrir böm að læra mörg tungmnál samtímisu8
Ekki skal gera lítíð úr því að ýmis vandamál geti komið upp þegar böm
alast upp með tvö eða fleiri mál í þjóðfélögum sem era að mestu ein-
tyngd og ekki er gert ráð fyrir því að böm noti annað mál heima en í
skóla. Vert er að leggja áherslu á að börn sem koma inn í leikskóla og
skóla og tala ekki málið sem kennt er á þar þurfa stuðningskennslu og að-
stoð eigi þau að geta nýtt sér það sem þar fer ffam. En velta má því fyrir
sér hvort þeir sem hafa eintyngi sem viðmið, geri ekki stundum of mikið
úr vandanum með því að miða alltaf rið eigin málnotkun. Málnotkun
tvítyngdra er öðruvísi en málnotkun eintyngdra og afar hæpið að gera ráð
fyrir því að tvítyngt bam geti haft sömu kunnáttu í báðum málum sínmn
og eintyngt barn í hvom máli. Það er tímabært að samfélagið komi enn
frekar til móts við tvítyngda og að áróður verði rekinn fyrir málfarslegu
umburðarlyndi almermt. Það myndi nefliilega létta tvítyngdum róðurinn
ef umburðarlyndið væri meira, án þess þó að slakað sé á kröfum um
aukna aðstoð við tvítyngd börn.
27 Harding-Esch, Edith og Riley, Philip 2003: The Bilingual Family. A Handbook for
Parents. 2. útg. Cambridge (bls. 50-55).
28 Þórdís Gísladóttir 2003: Sprakvanor och sprakattityder hos isldndska invandrare i Sve-
rige. SoLID nx 15 (FUMS rapport nr 212). Uppsala universitet (bls. 75).