Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 156
ÞORDIS GISLADOTTIR
verið sú að viðkomandi álíti orðaforða annars málsins ekki duga, sá er tal-
ar er hugsanlega vanur að nota annað málið til að tala mn ákveðna hluti
eða að hann vill einfaldlega auka fjölbreytni í stíl. Einn möguleiki gæti
líka verið tilratm til að útiloka einhvern ffá samtalinu eða hreinlega að
gera samtahð skemmtilegra með óræðum skilaboðum á milh línanna,
sem komið er til skila með því að víxla á milli rnála.32 Þegar um er að
ræða flókin málvíxl í samtah milli einstaklinga sem tilheyra sömu menn-
ingarheild (e. ethnic group) er hægt að ímynda sér að þeir sýni hópsam-
stöðu þegar þeir víxla á milh málanna. I samtalinu staðfestist þar með tví-
þætt sjálfsmynd hópmeðlimanna.
Stundum er einnig talað urn málblöndun (e. code mixing), aðra gerð
málvíxla sem verið hefur skilgreind þannig að bútum úr ákveðnu tungTi-
máh er skotið inn þegar sá sem talar er í grundvallaratriðum að tala ami-
að mál.33 Það getur verið erfitt að gera greinarmun á þessum tveimur fyr-
irbærum, málvíxlum og málblöndun, en málblöndun er kannski meira í
áttina að því sem við myndum kalla að sletta.
Eins og flestir þekkja hefur blöndun mngumála löngum haft á sér nei-
kvæðan stimpil. Forskriftarmálfræði lýsir dæmigerðum málnotanda sem
eintyngdum einstaklingi sem hrærir ekki saman orðum úr ólíkum tungu-
málum í sörnu setningunni. Að blanda ólíkum málum hefur oft verið álit-
ið sönnun þess að mælandann skorti kunnáttu í öðru hvoru málinu eða
jafnvel báðum. Þessu hafa fjölmargir málffæðingar vísað á bug.34 Fólk
sem hefur mjög góða kunnáttu í tungumálum víxlar oft mikið á milli
málanna við ákveðnar aðstæður. Sýnt hefur verið fram á að málvíxl fylgja
oft ströngum málffæðireglum og geta einungis átt sér stað á ákveðnum
stöðum í setningum. Einnig hefur verið sýnt ffam á að þeir sem víxla
hvað mest á milli mála hafa oft mjög mikla og góða kunnáttu í báðum
málunum og eru oftar en ekki mjög meðvitaðir sjálfir um hvernig þeir
víxla og hvenær. Shana Poplack, sem rannsakað hefur málnotkun tví-
32 Börestam, Ulla og Huss, Leena 2001: Sprákliga möten. Tvásprðkighet och kontaktling-
vistik. Lund. (bls. 76).
33 „... where pieces of one language are used while a speaker is basically using another
language“, sjá Fasold, Ralph, 1984: The Sociolingnistics ofSociety. Introduction tosociol-
inguistics vol. 1. (Language in Society 5) Oxford o.fl. (bls. 180).
34 Sjá t.d. Appel, René and Muysken, Peter 1990: Language Contact and Bilingualism.
Bristol (bls. 117) og Dabéne, Louise og Moore 1995: Bilingual speech of migrant
people. I Milroy, Lesley og Muysken, Peter (útg.) One speaker, two languages Cross-
disciplinaty perspectives on code-switching. Cambridge. (bls. 25).
x54