Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 162
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
an krafta sína til að tryggja flokkum sínum völd og áhrifr Framsóknar-
flokkurinn með sitt 18% fylgi var augljóslega ekki kosinn til að ráða en
hann hefur lag á því að vera þar sem völdhi eru. Sjálfstæðisflokkurhm
fékk hörmulega útreið í síðustu kosningum og hlaut greinilega þarnt dóm
kjósenda að hann væri verr til forystu falhnn en oftast áður. Sarnt ákváðu
þessir tveir flokkar að ráða - saman. Skipta með sér stóltun og völdmn.
Og nú stjórna þeir sem aldrei fyrr í þehri sælu trú að þeh hafi verið kosn-
ir til að fara með völdin í fjögur ár. Þess vegna þurfi þeh ekkert að hlusta
á eða taka tillit til stjórnarandstöðu, hagsmunahópa eða ahnennings fyrr
en nær dregur kosningum aftur. Er helst á þeirn að skilja að þeh leggi
bókstaflega merkingu í þingræðishugtakið, þ.e. að þingið ráði en ekki
lögformlega, þ.e. að rfldsstjóm hafi stuðning mehihluta þingsms eða sitji
a.m.k. ekki í óþökk þingsins.
I lýðræðisríkjum byggist póhtískt vald á lögmæti, þ.e. menn lúta laga-
boðum sem sett em með viðurkenndum hætti af til þess bærmn stjóm-
völdum. En þar með er ekki öll sagan sögð. Þó að almenningur framselji
vald sitt til kjörinna fulltrúa í kosningum á fjögm'ra ára ffesti þá hefur
hann ekki afsalað sér völdum og kjósendur hafa ekki skuldbundið sig til
aðgerðaleysis á mflli kosninga. I lýðræðissamfélagi á allt vald uppruna
sinn hjá fólkinu og þess vegna er í stjórnskipan þess, lögum og vinnulagi
reynt að finna jafnvægi milli kjörinna fulltrúa og svo þess almennings
sem eðhlega hefur skoðanir á stóra og sináu í sínu nánasta umhverfi. Það
er sem sagt stöðug viðleitni til að þróa lýðræðið og í lýðræðissamfélagi á
sú tilfhming að vera áleitin að það sé alltaf hægt að gera betur.
Margh stjórnmálamerm líta svo á að það sé birtingarmynd lýðræðisins
þegar réttkjömir fulltrúar taka lögmæta áh'örðun. En lýðræði er ekki ein
aðgerð heldm' ferh sem byggist á umræðu. Þetta ferli á in.a. að fela í sér
stefhumót ahnennings og stjórnmálamanna þar sem báðir aðilar eiga
þess kost að sannfæra hvorn annan. Skoðanaskiptin geta eftir atvikum átt
sér stað í flokksfélögum, verkalýðsfélögum, hagsmunafélögmn, áhuga-
mannafélögum, íbúasamtökum, á opnum fundum og ráðstefhum og í
fjölmiðlum. Samráðsferlið felur ekki í sér að stjórnmálamennirnir hafi
gefið frá sér ákvörðunarvaldið í hendur ótilgreindra einstaklinga sem
stundum em ekki síður stjórnlyndir en hinir kjörnu fulltiúar. I samráðs-
ferlinu líta stjórnmálamenn hins vegar á það sem skyldu sína að kalla eft-
ir skoðunum hópa og einstaklinga, að hlusta, að taka mark á þvu sem sagt
er og stytta sér ekki leið ffamhjá því fólki sem málið varðar.
160