Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 166
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
hverju sé ólokið og ég held að sú tilfinning hafi lengi verið áleitin á ís-
landi að við ættum ólokið því verki að vekja til lífsins lagabókstaf um mál-
skotsrétt forseta sem hafði sofið í sextíu ár. A rétt rúmum áratug hefur,
eins og fyrr sagði, fjórum sinnum verið safnað undirskriftmn til stuðn-
ings áskorun á forseta Islands um að skrifa ekki undir lög sem samþykkt
hafa verið frá Alþingi. Það á því ekki að koma stjórmnálamöimum á óvart
að látið sé á þetta reyna. I raun má segja að þeir hefðu fyrir löngu átt að
sýna ákveðið frumkvæði í þessum efiium og beita sér fyrir þ\'í að inn í
stjórnarskrá kæmi ákvæði um með hvaða hætti þjóðaratkvæðagreiðslur
skuli fara fram á Islandi. Þeir sváfu einfaldlega á verðinum og fylgdust
ekki með þeim breytingnm sem smátt og smátt urðu á lýðræðishug-
myndum almennings. I stað þess að ónotast út í málskotsrétt forseta, hafa
í hótunum rnn að afnema hann og leita leiða til að takmarka rétt þjóðar-
innar í yfirvofandi þjóðaratk\-æðagreiðslu, ættu stjórnmálamenn að taka
því fagnandi að geta átt hlutdeild í því að þróa lýðræðið á Islandi bæði að
formi og inntaki. Ljúka því sögulega verki sem stjórnarskrárgjafinn hóf
árið 1944.
Líki ráðamönnum ekki sú staða sem nú er uppi í íslensku samfélagi þá
geta þeir sjálfum sér um kennt. Þeir létu vinna skýrslu og frumvarp um
eignarhald á fjölmiðlum án samráðs við þá sem láta sig þessi mál varða,
þeir reyndu aldrei að ná lágmarkssátt um írumvarpið eftir að það var
fram komið, lögðu ofuráherslu á að koma málinu í gegnum þingið og
ýttu öllum öðrum málum til hliðar á meðan, voru ekki til \áðræðu við
stjórnarandstöðuna um að fresta málinu til hausts þrátt fyrir þá staðreynd
að lögin eigi ekki að taka gildi fyrr en eftir tvö ár og voru almennt stað-
ráðnir í að láta sinn vilja ná fram að ganga hvað sem allri andstöðu hði.
Þeir vildu hafa fullnaðarsigur. Eða eins og ungur Framsóknarmaður, sem
hefur tekið út sitt pólitíska uppeldi í skjóli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins, orðaði það í andsvari við stjórnarandstæð-
ing: „Stjórnarhðar þurfa ekki að ná neinni sátt við stjórnarandstöðuna til
að leggja fram lagafrumvörp.“
En hvað veldur því að menn þjösnast svona áfram? Eg geri ráð fyrir að
ráðamenn myndu svara þessu með því að segja að spurningin sé byggð á
misskilningi. Hér sé ekkert verið að þjösnast, það hafi ekki verið neinn
flýtir á málinu. Fjölmiðlafrumvarpið hafi fengið næga efnislega umfjöll-
un, það hafi verið rætt lengur og ítarlegar en flest önnur mál sem hafa
komið til kasta Alþingis og því hafi mönnum ekki verið neitt að vanbún-
164