Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Síða 170
SIGRIÐUR ÞORGEIRSDOTTIR
2
Á undanfömum misserum hefur hluti íslensks almennings hrist af sér
hræðsluna við yfirvaldið og gerst háværari en áður. Um leið hefur hann
afsannað þá skoðun að íslenskur almenningur sé upp til hópa anmaðhvort
sinnulausir neytendur eða kverúlantar, eins og stjórnlyndu valdi er tamt
að afgreiða gagnrýnendur. Hinir stjómlyndu valdhafar hafa fengið
„rauða spjaldið“ fyrir vanvirðingu á lýðræðislegum mmubrögðum.2
Þessi keiki hluti almennings kallar á meiri samráð valdhafa og sín. Er
hugsanlega draumastund frjálslyndra lýðræðissinna eins og Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur, sem boða samræðustjómmál í stað valdsmanna-
stjórnmála, að renna upp?
Þeir sem aðhyllast valdsmannastjómmál keppast við að gera hug-
myndina um samræðustjórnmál hlægilega og enduróma gagnrýni
Schmitts á þau. Schmitt sagði hið frjálslynda lýðræði einkennast af
„samningagerð, hikandi hálfkáki í þeirri von að átökum, eða blóðugum
bardaga um ákvörðun megi breyta í endalausa urnræðu á þingi sem væri
ekki annað en eilíf frestun á ák\firðuninni.“3
Schmitt, sem mótaði hugmyndir sínar á tímum Weimarlýðveldisins,
stdllti hinu alráða ríkisvaldi upp andspænis samræðustjómmálmn. I stað
þess að leggja drög að pólitík byggðri á grundvallarleikreglmn sem allir
gætu komið sér saman um kaus hann skipandi vald og skilyrðislausa
hlýðni. Þessi skoðun hans byggir á mannskilningi sem sver sig í ætt við
kenningar Thomasar Hobbes um að maðurinn sé illskeyttur í eðli sínu
og því þurfi sterkt vald til að hemja þetta eðli hans. Enn fremur endur-
speglar þessi stjórnskilningur ákveðna hugmynd um karlmennsku þar
sem spurningin snýst um það eitt að beita valdi eða hh'ta því, að skipa eða
hlýða.4 Schmitt átaldi hins vegar lýðræði Weimartímabilsins fi'rir að
hampa „kjaftastéttinni“ og draga hið frjálslynda lýðræði þar með niður á
kerlingaplan. Kvenlæg pólitík byggir ekki á styrk að dórni Schmitts,
heldur endurspeglar hún veikleika sem sést á þ\d að hún læmr leiðast af
sjónarmiðum velferðar, umhvggju og alþjóðahyggju. Það má greina
þennan gagnrýnistón Schmitts í orðum G.W. Bush, forseta Bandaríkj-
2 Sbr. mótmæli á Austurvelli 19. maí s.l. þegar „fjölmiðlamálið" var í brennidepli.
3 Carl Schmitt, Politische Theologie. Vier Kapitel zur Lehre von der Souverdnitdt, (1922),
Berlin, 1993, 67.
4 Hér styðst ég við túlkun Teresu Orozco, ,áMánnlichkeitskonstruktionen in der Carl-
Schmitt-Receptíon", Das Argument, 250/2003, 1-19.
168