Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 171
VALDSMANNASTJÓRNMÁL, SAMRÆÐUSTJÓRNMÁL OG FRAMTÍÐARSÝN
anna, sem gerir gys að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna með því að segja
það óskilvirkan og gagnslausan málfundaklúbb og harðlínufylgismenn
hans hæðast að Evrópumönnum sem fylgdu Bandaríkjastjórn ekki að
málum í Irak fyrir kveifarskap, bernska trú á alþjóðalög og alþjóðasátt-
mála, útbólgin velferðarkerfi, vínsull, linku og heigulshátt. Akall eftír
sterkum foringja nú á dögum endurómar að einhverju leyti óþol
Schmitts gagnvart „kjaftalýðræði“.
Hér á landi hefur ímynd hins sterka foringja stöðugt orðið meira áber-
andi á síðustu árum. Jaínvel fáeinir íslenskir heimspekingar tjá sambæri-
lega þrá í skrifum sínum um stórmenni þótt þeir bendli þessa hugsjón
ekki við stjórnmál líðandi stundar.5 I íslenskri pólitík hefur foringja-
dýrkun meðal annars birst sem andsvar við meintri útvatnaðri jafnaðar-
stefnu samræðunnar.
5
Ein ástæða fyrir því að samræðulýðræði hefur að mínu mati fengið minni
undirtektir hér á landi en það ættí skilið er að umræðan um það snýst
meira um aðferð en um innihald. Samt er ærin ástæða að fjalla um stíl
stjórnmálaumræðu á Islandi, nú síðast eftír þá orrahríð sem lagasetning
um fjölmiðla olli. Fæstir hlutaðeigandi komu flekklausir út úr þeirri
sennu enda tekist á um ríka hagsmuni og völd á þölmiðlamarkaði. Ef
dreginn verður lærdómur af henni mun lýðræði í landinu styrkjast og
framkvæmdavaldi sem hefur gerst of ráðríkt verða settar nauðsynlegar
skorður. Verði tímamót í íslenskum stjórnmálum fer það þess vegna eftír
því hvort takist að frelsa pólítíska menningu úr viðjum hins stjórnlynda
valds. Vald spillir og þess vegna er helsta vörnin gegn stjórnlyndu valdi
að skipta valdhöfum reglulega út.
Þróun í átt til betra lýðræðis kallar hins vegar ekki aðeins á vandaða
málsmeðferð í samráði við almenning og að leikreglur lýðræðis séu virt-
ar eins og Ingibjörg Sólrún boðar. Það kallar líka á umræðu um framtíð-
5 Kristján Kristjánsson og Róbert Haraldsson hafa skrifað um „stórmennið" og Krist-
ján G. Arngrímsson gerir einnig stórmenni og meðalmenni að umtalsefni í viðhorfs-
greinum sínum í Morgimblaðinu og ftdlyrðir að hvorugt geti án hins verið. Sjá Krist-
ján Kristjánsson, „Stórmennska“, Skímir 172/1998, 89-128-, Róbert Haraldsson,
„Endurreisn mikillætis og stórmennskan“, Skímir 177/2003, 239-66; Kristján G.
Arngrímsson, „Um stórmenni“, Morgunblaðið, 7. júlí 2004, 24, „Myndir af stór-
menni“, Morgimblaðið, 20. júlí 2004, 24.
169