Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Blaðsíða 177
UMRÆÐUSTJORNMAL
ýmissa samræðusiðfræðinga, en þeir leggja iðulega höfuðáherslu á að
lýðræðisleg og siðferðileg skilyrði umræðunnar séu uppfýllt. En mér
virðist að vandi okkar Islendinga lúti ekki að lýðræðislegum og siðferði-
legum skilyrðum umræðunnar. Islendingar hafa greiðan aðgang að blöð-
um og ljósvakamiðlum og feikimikil frjáls og opin umræða hefur orðið
um öll þau deilumál sem Ingibjörg nefnir sérstaklega (fiskveiðistefnuna,
EES, Kárahnjúkavirkjun, réttarstöðu öryrkja, eftirlaunamálið, aðild Is-
lands að Iraksstríðinu, eignarhald á fjölmiðlum, og hér mætti bæta við
gagnagrunnsmálinu). Þetta sjá menn á augabragði beri þeir okkar land
saman við lönd þar sem slík umræða er ekki leyfð, s.s. Kína, Kúbu og
Norður-Kóreu. Hér á landi virðist mest skorta á umræðu sem byggist á
staðreyndum, þar sem leitast er við að brjóta málin til mergjar og kom-
ast að réttri niðurstöðu, hinu sanna í málinu. En slík umræða er óspenn-
andi fjölmiðlaefni samanborið við þá umræðu sem við fengum að njóta
s.l. vor þar sem menn biðu spenntir eftir næstu leikjum í refskák æðstu
embættismanna þjóðarinnar.
Líkt og Ingibjörg þá tel ég að íslenskt samfélag sé að vissu leyti órétt-
látt samfélag. Oréttlætið stafar hins vegar ekki af því að okkur þegnun-
um sé meinað að taka virkan þátt í óþvingaðri umræðu, eða hinu, sem
virðist hitt uppáhaldsdæmi fjölmiðla um óréttlæti, að samfélagið hugsi
ekki vel um þá sem minna mega sín. Þessir tveir málaflokkar eru nú um
stundir að mínum dómi í táltölulega góðu horfi hjá okkur Islendingum í
samanburði við aðrar þjóðir, þótt alltaf megi gera betur, líkt og stjórn-
málamennirnir eru vanir að segja. Samfélag okkar er óréttlátt að því leyti
að byrðum þess er ójafht skipt niður á þegna landsins. Einkum er fjöl-
skyldufólki gert erfitt að rækja skyldur sínar. Þeim sem hafa fyrir mörg-
um að sjá og þurfa drjúgar tekjur til þess arna, er gert að borga háa skatta
og jaðarskatta, þeir fá htlar eða engar barnabætur og engar vaxtabætur.
Endurgreiðslur vegna tannlæknakostnaðar barna hafa farið lækkandi, og
Tryggingastofnim tekur engan þátt í kostnaði við þau lyf sem fjölskyldu-
fólk þarf helst á að halda, s.s. sýklalyf í kvefsækin börnin, og þannig mætti
lengi telja. Þetta er sá málaflokkur sem varðar almenning í landinu
mestu. Langmestu skiptir fyrir framtíð þessarar þjóðar að fjölskyldufólk
geti helgað sig uppeldi barna sinna og styrkt innviði fjölskyldunnar. En
erfitt hefur reynst að koma þessum málaflokki á dagskrá fjölmiðla og
stjórnmálamanna í landinu eins og sannaðist m.a. fyrir síðustu kosning-
ar. Þjóðin fékk þá m.a. tækifæri til að beina spurningum til forsætisráð-
05