Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 180
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
greina hvað átt er við með hugtakinu. í einstökum málmn geta margir
talið sig handhafa réttlætis og sanngirni þó að í raun séu einstakhngarn-
ir að reyna að hámarka þau gæði sem eru í þeirra eigin þágu. \rið tiltekn-
ar aðstæður getur þurft að velja milh ólíkra kosta, velja hvað sé réttlátast,
og ég er ekki í nokkrum vafa um að valið verður skjmsamlegra og meiri
sátt ríkir um það ef á undan fer lýðræðisleg, upplýst umræða þar sem
hægt er að meta ólíka kosti og hagsmuni.1 Eg er þó ekki viss um að slík
umræða myndi endilega leiða til þeirrar niðurstöðu, sem Róbert telur
rétta, að málefni þeirra sem minna mega sín séu í tiltölulega góðu horfi
hjá okkm Islendingum en óréttlætið sé fremur í því fólgið hversu fjöl-
skyldufólki sé gert erfitt að rækja skyldur sínar.
Það skiptir vissulega máh hvemig staðið er að umræðu - bæði að formi
og inntaki. Róbert hefur ekki áhyggjm' af formi umræðunnar á Islandi en
fremur af inntaki hennar. Hann telur t.d. að á Islandi sé skortur á tiltekinni
umræðu, þeirri „sem byggist á staðreyndum. Þar sem leitast er við að
brjóta málin til mergjar og komast að réttri niðurstöðu, hinu samia í mál-
inu.“ Mér finnst raunar furðu sæta hversu afdráttarlaus Róbert er þegar
kemur að hinni réttu niðurstöðu og verð að játa að ég er haldin þehn ann-
mörkum að hún vefst stundum fýrir mér. Eg held Hka að það myndi vefj-
ast fyrir mörgum að fuhyrða hvað sé hið sanna í fjölmiðlamálinu, hver sé
hin eina rétta niðurstaða í því máh. Það má hins vegar færa rök fýrir því að
í því máh hafi stjómarherramir tahð sig handhafa sannleikans og þess mn-
komna að nota vald sitt til að sá sannleikur, þeirra rétta niðm-staða, næði
ffam að ganga. Eg tel aftm á móti Uklegt að ef boðið væri til urnræðu um
það mál á jafhréttisgrundveUi - ekki bara á forsendum valdstjómarinnar -
þá gætum við farið nærri því að komast að réttlátri og skynsamlegri niður-
stöðu. Rétt eins og í heimspeki Rawls, þar sem lögð er áhersla á að skapa
ramma utan um ákvarðanir þannig að þær verði sanngjarnar, þá tel ég að
lýðræðisleg umræða sé besta leiðin th að gæta almannahagsmuna og koma
í veg fyrir að einkahagsmunir og einkaskoðanir þeirra, sem hafa sterkasta
valdastöðu hverju sinni, verði ofan á. Þannig held ég að form og inntak fari
oftar en ekki saman, að lýðræðið og réttlætið séu eins og systur sem gjam-
an fari hönd í hönd þó að vissulega sé hægt að skilja þær að.
1 Sá sem hefur án efa haft mest áhrif á umræðuna um réttlæti og sanngirni á síðari
umum er John Rawls í bók sinni/í Theoiy ofjustice, (1971). Með kenningum sínum
m.a. um réttlæti sem sanngirni (justice as fairness) hefur hann búið til hugtakagrunn
ul að lýsa því hvernig hugsa tnegi um sanngjarna skipan mála.
178