Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 183
Guðni Th. Jóhannesson
Geta sagnfræðingar fjallað um fortíðina?
hmgangnr
Undanfarnar vikur og mánuði hefur mikið verið rætt um pólitískt hlut-
verk forseta Islands. Sjónarmið íyrri forseta hafa verið rifjuð upp og þá
meðal annars sú ákvörðun Kristjáns Eldjárns að veita Lúðvík Jósepssyni,
formanni Alþýðubandalagsins, umboð til stjómarmyndunar sumarið
1978, efrir að tveimur öðmm stjómmálaleiðtogum hafði mistekist að
mynda ríkisstjórn. í dagbókum Kristjáns og minnisblöðum kemur ffam
að Baldur Möller og Jóhannes Nordal, nánustu ráðgjafar hans, viður-
kenndu að hann ætti engra annarra kosta völ en að snúa sér til Lúðvíks.
Tók Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, einnig undir það
að sögn forsetans.1
A sínum tíma gagnrýndi Morgimblaðið þó ráðstöfun Kristjáns harð-
lega.2 Blaðið varði þá afstöðu sína líka í sumar þegar sá, sem þetta skrif-
ar, rifjaði upp stjórnarmyndunarviðræður Lúðvíks Jósepssonar og benti á
þann stuðning sem Kristján Eldjárn hafði við ákvörðtm sína. í forystu-
grein Morgunblaðsins sagði að Alþýðubandalagið hefði verið arftaki Sam-
einingarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins og báðir flokkar hefðu verið á
móti grundvaflaratriðum íslenskrar utanríkis- og öryggismálastefhu, og
notið til þess beins og óbeins stuðnings frá Sovétríkjunum. Af þeim sök-
um hefði skoðun Morgunblaðsins verið rétt og ákvörðun Kristjáns röng:
1 Guðni Th. Jóhannesson, ,,„Að gera ekki illt verra.“ Hugmyndir Kristjáns Eldjáms
um póhtískt hlutverk forseta Islands.“ Erindi á málþingi Sagnfræðingafélags Islands
og Félags stjómmálafræðinga, „Forsetinn og stjómmálin að fomu og nýju,“ Reykja-
\úkurAkademíunni, 9. júní 2004. Sjá einnig Morgunblaðið, 12. júní 2004.
2 Murgunblaðið, 16. og 17. ágúst 1978 (forystugreinar).
181