Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Qupperneq 185
GETA SAGNKRÆÐINGAR FJALLAÐ UM FORTÍÐINA?
Þetta er þessi fáránlega skoðtm að ef þú varst ekki með mér á
Filippseyjum að fagna því að Sovétríkin höfðu lýst yfir stríði á
hendur Japönum sumarið 1945, eða þú hafir ekki bundið von-
ir við það - eins og öll mín kynslóð - að heimurinn og Banda-
rfkin myndu breytast með hinum nýju samtökum [Sameinuðu
þjóðunum], þá getirðu ekki skilið hveriúg kalda stríðið hófst.8
Kaplan bætti svo við að kannski ættu sagnfræðingar þess vegna aðeins
að láta aðra um að skrifa sögu nýliðinnar tíðar, til dæmis stjórnmála-
fræðinga og blaðamenn, „sem láta sig litlu varða heimildir og hlut-
lægni. Sagnfræðingar ættu að einbeita sér að þeirri fortíð þar sem skrif-
leg gögn eru fyrir hendi og tilfinningahiti hefur kulnað.“9 Þetta var
bæði sagt í gamni og alvöru en aðrir hafa tekið í sama streng. Lester
Pearson, kanadíski stjórnmálamaðurinn sem lét mikið til sín taka á al-
þjóðavettvangi, hafði lítið álit á ftæðimönnum sem gagnrýndu vestræna
valdhafa tdð upphaf kalda stríðsins. Hann fullyrti að slíkir endurskoð-
unarsinnar gætu ekki skilið þá sem tóku örlagaríkar ákvarðanir á þeim
tíma af því að þeir gætu ekki sett sig í spor þeirra.10 Þeir væru með öðr-
um orðum fangar eigin þarveru.
Fleiri dæmi mætti nefna. A síðustu árum hafa ungir sagnfræðingar séð
ævi og afrek Winstons Chmchills í nýju ljósi. Eldri mönnum hefrn þá
jafnvel þótt sem rýrð væri varpað á arfleifð hans, og hvað vissu þessir
stráklingar svo sem um Churchill? Sir Robert Rhodes James, sem skrif-
aði mikið um þann mikla leiðtoga, sagði til dæmis að stóran hluta þess-
arar endmskoðunarsagnfræði mætti rekja til „tmgra manna með frekar
takmarkaðan sjóndeildarhring og enga reynslu af stjórnmálum. Þar að
auki hefm enginn þeirra séð Chmchill í hfanda fifi, hvað þá hitt hann.“u
Sömu sögu er að segja af nýlegum rannsóknum á andspymuhreyfing-
unni í Danmörku. Ekki er skrifað jafiunikið um neitt annað tímabil í
danskri sögu og ungir sagnfræðingar telja flestir að of mikið hafi verið
8 Umfjöllun Lawrence Kaplans um John Lewis Gaddis, „The Emerging Post-
Revisionist Synthesis on the Origins of the Cold War“, Diplomatic History, 7. árg.,
nr. 3, 1983, bls. 194.
9 Sama heimild, bls. 195.
10 Peyton V. Lyon og Bruce Thordarson, „Professor Pearson: A Sketch.“ Michael G.
Fry (ritstj.), „Freedom and Change“. Essays in Honour ofLester B. Pearsom (Túronto:
McClelland and Stewart, 1975), bls. 4.
11 Sjá Graham Stewart, „Churchill without the rhetoric," The Historical Joumal, 43.
árg., nr. 1, 2000, bls. 306.
183