Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 186
GUÐNITH. JÓHANNESSON
gert úr baráttu Dana við hemámslið Þjóðverja.12 Segja má að þessi end-
urskoðun hafi hafist fyrir alllöngu, árið 1971, þegar Aage Trommer
komst að þeirri niðnrstöðu í doktorsritgerð sinni nm skemmdan'erk á
jámbrautarteinum á stríðsárnnum að þau hefðu litlu sem engu breytt mn
stríðsrekstur Þjóðverja. Um þústmd manns vom við doktorsvörn
Trommers, þar á meðal margir sem börðust gegn Þjóðverjum og var
þeim heitt í hamsi. Einn þeirra skrifaði síðar:
Jafh lærður og hann er ætti hann að beina sínum kalda hug að
einhverju öðra. Hann var að minnsta kosti ekki með þessar
myrku nætur, sá ekki jámbrautarlestir sem hvergi komust eða
stritið sem þurftí til að bæta skaðann. Svo maður tah nú ekki
um sorgina vegna þeirra félaga sem féllu.13
Að lokum má nefna að þessarar tilhneigingar til að halda þv fram að þeir
þekki ekki jafii vel söguna, sem reyndu hana ekki á sjálfum sér, hefur
einnig gætt á Islandi. „Sagan er mikilvæg, svo mikilvæg að sagnffæðing-
arnir, þótt góðir séu, mega ekki vera einir um hituna,“ sagði Davíð Odds-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins, í erindi um stjómmálasögu síðustu
áratuga.14 Flokksbróðir hans Bjöm Bjamason hefur einnig sagt um sögu
landhelgismálsins og þorskastríðanna: „EfhiUðurinn er ekki árennilegur
fyrir þá sem koma að honum með litla rejmslu aðra en felst í fræðilegri
þjálfun.“15 Fróðlegt verður að sjá hvernig því verður tekið þegar ungir
sagnfræðingar á Islandi fara að skrifa bækur um þorskastríðin.
12 Sjá t.d. Claus Bryld og Anette Warring, Besættelsestiden som kollektiv erindring. Hi-
storie- ogtraditionsfdrvaltning afkrig ogbesættelse 1945-1991 (Frederiksberg: Roskilde
Universitetsforlag, 1998), Hans Kirchhoff, Samarbejde ogmodstand under besættelsen.
En politisk bistorie (Oðinsvé: Odense Universitetsforlag, 2001), Claus Bryld, Kamp-
en om historien. Brug og misbrug afhistorien siden Murensfald (Frederiksberg: Rosk-
ilde Universitetsforlag, 2001), bls. 220-223, Henrik Lundbak, Staten stærk ogfo/ket
fiit. Dansk Sajttling mellejji fascisttie og modstatidskamp 1936-41 (Kaupmannahöfn:
Museum Tuscuianums Forlag, 2001), og John T. Lauridsen, Satnarbejde og jnodstand.
Danmark under den tyske besættelse 1940H-5. En bibliografi (Kaupmannahöfn: Mu-
seum Tusculanums Forlag, 2002), bls. 15-21.
13 Sjá Lauridsen, Samarbejde og modstand, bls. 23.
14 Davíð Oddsson, „Hvað er stjómmálasaga?“ Erindi í samnefndri ftTÍrlestraröð Sagn-
fræðingafélags Islands 31. október 2000. http://www.hi.is/~mattsam/Kist-
an/kOO/davidodds.htm, skoðað 8. nóvember 2000.
184