Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Qupperneq 187
GETA SAGNFRÆÐINGAR FJALLAÐ UM FORTÍÐINA?
Fangar fortíðarinnar?
Og vita þeir endilega betur sem voru á staðnum? Færa má gild rök fyrir
því að svo sé alls ekki. Þvert á móti má vel vera að mönnum sé illmögu-
legt að átta sig á gangi sögunnar e/'menn voru í hita leiksins. „Við þurf-
um að varast þá sagnfræði,“ sagði hinn franski Fernard Braudel eitt sinn,
„sem er enn þrungin tilfinningum þeirra sem upplifðu atburðina. ... Hún
ber með sér reiði þeirra, drauma og glámskyggni.“16
Þetta eru vitaskuld ekki ný sannindi og margir þeirra, sem voru í eld-
línunni hverju sinni, hafa gert sér grein fyrir þessu. Framsóknarmaður-
inn Bemharð Stefánsson var framarlega í sínum flokki um miðja síðustu
öld og sagði í ævisögu sinni að þegar „ [sjagnfræðingar framtíðarinnar11
færu að skrifa sögu þess tíma ættu þeir ekki að byggja á „minningum
manna sem sjálfir hafa tekið þátt í bardaganum. Af þeim er varla að vænta
óhlutdrægna ffásagna. ... HQnsvegar munu þó ekki slíkar minningar
þýðingarlausar með öllu, þegar sagan verður skrifuð.111' I endurminning-
um sínum sagði útgerðarmaðurinn Þórarinn Olgeirsson, sem stóð í
ströngu þegar löndunarbann var sett á íslenskan fisk í Bretlandi vegna
landhelgisdeilu við Islendinga, einnig að það yrði
... hlutverk seinni tíma sagnfræðinga að vega og meta hvaða öfl
hafi mistökum ráðið, hvað hafi verið hið rétta og hvað rangt í
öllum þessum málum. Um það verða síðari tfma kynslóðir ef tdl
vill dómbærari en þeir nútímamenn, sem í eldinum stóðu og
línurnar lögðu að lausn vandasamra viðfangsefna.18
Loks má geta þess um stjórnarmyndunarumboð Lúðvíks Jósepssonar og
gagnrýni Morgunblaðsins, uppsprettu þessarar greinar, að Matthías Jo-
hannessen ritstjóri viðurkenndi þegar fram liðu stundir að blaðið hefði
gengið of langt í aðfinnslum sínum við Kristján Eldjárn: „Eg get vel fall-
15 Bjöm Bjamason, „Forsendur sigra í landhelgismálinu", Morgiinblaðið, 3. desember
1999. Sjá einnig Guðna Th. Jóhannesson, „Tíu spumingar. Hugleiðingar um
þorskastríðin.“ 2. íslenska söguþingið. Ráðstefnurit II (Reykjavík: Sagnfræðistofmm
Háskóla Islands, Sagnfræðingafélag Islands og Sögufélag, 2002), bls. 439^441.
16 Sjá Roberto Franzosi, SociologistMeets History. Critical Reflections upon Prac-
tice,“ Joumal ofHistorical Soriology, 9. árg., nr. 3, 1996, bls. 385.
1 Bemharð Stefánsson, Endurminningar, ritaðar afhonum sjdlfum II (Akureyri: Kvöld-
vökuútgáfan, 1964), bls. 6.
18 Sveinn Sigurðsson, Sókn d sæ og storð. Æviminningar Þórarins Olgeirssonar skipstjóra
(Reykjavík: Bókastöð Eimreiðarinnar, 1960), bls. 260.
185