Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 188
GUÐNITH. JÓHANNESSON
ist á að leiðarinn um forsetann hafi verið óþarflega ögrandi af okkar
hendi og ástæðulaus áminning í krossferðinni gegn þessum alþjóðlega
kommúnisma, sem við erum sýknt og heilagt að lumbra á.“19 Bretmn
Selwyn Lloyd, sem reis til áhrifa skörnmu efdr seinni heimsstyrjöld,
skrifaði eitt sinn um þann kost við að eldast að þá geti menn skrifað með
„meiri stilhngu“ um liðna tíð og séð báðar hliðar á hverju máli.20 Það
sýndi Matthías Johannessen í verki í sambandi við hina „óþarflega ögr-
andi“ ádeilu á Kristján Eldjárn.
Sama gildir auðvitað um þá þætti í sögu annarra þjóða sem hér hefur
verið minnst á. Sir Robert Rhodes viðurkenndi fúslega að skoðanir hans
og annarra, sem kynntust Churchill persónulega, hlytu að draga dám af
því „óafmáanlega þakklæti og virðingu“ sem þeir hefðu sýnt honum.
„Einmitt!" hefðu hinir ungu sagnfræðingar eflaust hrópað ef Sir Robert
Rhodes hefði haldið þessu ffarn í þeirra hljóði.21 Og hinir kappsömu
ungu sagnfræðingar hafa alls ekki það eitt að markmiði að gagnrýna allt
og alla. Þannig hafa margir þeirra skilning á friðþægingarstefhu Neville
Chamberlains, forsætisráðherra Breta, gagnvart Hitler árin fyrir seirnii
heimsstyrjöld, enda eru þeir ekki „fangar minninganna frá 1938-40“,
eins og sagt hefur verið.22
A sama hátt er það alls ekki kappsmál ungra danskra sagnffæðinga að
gera lítdð úr þeim sem lögðu líf sitt að veði í baráttunni við nasista í seinni
heimsstyrjöld. En þeir vilja samt reyna að hafa það sem sannara reynist.
Þeir benda til dæmis á að í könnun ffá 1948 sagðist nær fimmti hver full-
orðinn Dani hafa verið í andspyrnuhreyfingunni þótta alkunna hafi ver-
ið að í raun voru þeir miklu færri. Sagnfræðingarnir vilja með öðruni
orðum andmæla þeirri goðsögn sem segir að ,Jensen og Olsen hafi ætt
út á strætin með vopn í hendi strax [hernámsdaginn] 10. apríl [1940] !“23
Oft er það því svo að söguhetjur geta sagt sína eigin sögu betur en aðr-
ir. En þær eru jafnvel verr settar en þeir, sem á eftir koma, til þess að sjá
19 Matthías Johannessen, „Bréf til Herdísar. Valdir kaflar úr bréfúm.“, Heimsmynd, 1.
árg., 6. tbl., 1986, bls. 54.
20 Selwyn Lloyd, Suez 1956. A PersonalAccount (London: Book Club Associates, 1978),
bls. 262.
21 Stewart, „Churchill without the rhetoric," bls. 306.
22 John Ramsden, „Ending in Failure“ (ritdómur um David Dutton, Neville Cbamberl-
ain, og Robert Self (ritstj.), The Neville Chamberlain Diary Letters), Times Literary
Suppletnent, 17. ágúst 2001, bls. 25.
23 Sjá Lauridsen, Samarbejde og modstand, bls. 19-21.
186