Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 189
GETA SAGNFRÆÐINGAR FJALLAÐ UM FORTÍÐINA?
rás viðburðanna frá mörgum sjónarhornum og setja hana í samhengi.
Bein reynsla þeirra verður þeim þá til trafala og hið fomkveðna gildir
gjaman að enginn er góður dómari í eigin sök. „Minni okkar flestra er
ósjálfrátt hallandi okkur til heilla,“ sagði Davíð Oddsson í erindi sínu.24
„Þegar stjómmálamenn horfa um öxl,“ sagði Matthías Johaimessen
sömuleiðis, „hættir þeim til að segja söguna eins og þeir vilja, að hún hafi
verið, en ekki eins og hún var. Asklok verður himinn.“25
Fangar samtímans?
Að sjálfsögðu er ekki þar með sagt að ungir sagnfræðingar samtímans
geti tekið sér sæti ofar þeim sem á undan fóm, og sjái þar yfir allt sjón-
arsviðið. Sagníræðingar em jafn mikið böm síns tíma og aðrir. Þeir geta
alls ekki sett sig á háan hest, haldið því fram að þeir, sem tóku beinan
þátt í sögulegum atbmðum, þekld ekki allar kringumstæður og viti ekki
nóg því þeir hafi ekki stundað rannsóknir árum saman í skjalasöfnum og
háskólum.
Auk þess má vera að ungum sagnfræðingum hætti til að vera of djarf-
ir í túlkunum sínum og ályktunum því þeir telji sig þurfa að gera eitthvað
„nýtt“ í fræðunum. „Bestu sagnfræðingamir og ævisöguritararnir em í
raun líkastir bardagamönnum,“ var skrifað í Bretlandi fyrir skemmstu,
„því þeir einbeita sér að því að slátra þeim dreka sem kallast „Viðtekin
skoðun“.“26 Aðrir hafa einnig rætt um þann „vanda“ sagnfræðinga að vita
„hvað gerist næst,“ ólíkt þeim sem vora á vettvangi og vissu ekki hvað
morgundagurinn bæri í skauti sér.27 Sú hætta er því alltaf fyrir hendi að
ungir sagnfræðingar gangi of langt í ályktunargleði sinni og viðurkenni
ekki nægilega vel við hvaða kringumstæður söguhetjur tóku ákvarðanir
sínar. Hans Kirchhoff, sem hefur manna mest rannsakað sögu andspym-
unnar í Danmörku, hefur til dæmis varað við því að í stað gömlu goð-
sagnarinnar um hetjuskap heillar þjóðar verði Danir gerðir að sjálfselsk-
um gungum sem nutu lífsins á meðan veröldin í kringum þá lék á
24 Davíð Oddsson, „Hvað er stjómmálasaga?“
25 Matthías Johannessen, Olafiir Thors. Ævi og störf II (1981). Reykjavík: Almenna
bókafélagið, bls. 374.
26 Tan Mclntyre, „Dragon-slayers lay to rest some monstrous historical tales,“ Times,
7. desember 2002.
Sjá t.d. Dean Acheson, Present at the Creation. My Years in the State Department (New
York: Norton, 1969), bls. xvii.
187