Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 190
GUÐNITH. JÓHANNESSON
reiðiskjálfi.28 Einnig heftix verið sagt um ævi áhrifamikiila manna að það
sé ekki fyrr en með þriðju kynslóð að „jaftivægi“ náist; „ævistarf þeirra sé
þá metið af hlutlægni, án þeirrar andúðar eða dýrkunar sem einkenndi
viðhorf fyrri kynslóða.“29
En sagnfræðingar ættu þó alls ekki að gera of lítrið úr eigin getu til að
segja satt frá hðinni tíð. Fyrir nokkrum árum hélt Morgunblaðið því fram
að frásagnir og rannsóknir á fortíðiruú væru ekkert annað en ófullkomm
endursögn samtímamanna:
Sagnfræðingar sem og aðrir sem leggja stund á húmamsk fræði
eru að átta sig á því að fátt verðtu sagt með fullri vissu um lið-
inn tíma, ekki einu sinni með fulltingi tölfræðilegra gagna;
hver ný túlkun er eimmgis innlegg í samræðu sem hefur sann-
leikann að yfirskini en snýst í raun aðeins um sjálfa sig.30
Ef eitthvað er hafið yfir allan vafa í sagnfræði þá er það vissulega sú stað-
reynd að menn geta ekki búið til óumdeilanlega og hlutlæga úttekt á for-
tíðinni. En það breytir því ekki að sagnfræðingar ættu að reyna að stefna
að því að segja eins satt og rétt ffá staðreyndum og skoðuntun og þeir
geta; safha til þess eins mörgum heimildum og unnt er, leggja mat á þær
og reyna að skilja hvernig menn hugsuðu á þeim tíma sem verið er að
rannsaka. Slík fræðimennska snýst ekki „í raun aðeins um sjálfa sig“ og
kemst nær því að útskýra hvað gerðist heldur en minningar einstakra
manna sem voru á vettvangi. Sjónarmið slíkra söguhetja getur verið fi'óð-
legt en alls ekki nær sannleikanum á grundvelli þess að þær hafi verið á
vettvangi og viti betur. Það getur til dæmis verið erfitt fyrir þá, sem voru
í eldlínunni á sínum tíma, að losna úr andrúmi kalda stríðsins. Það verða
þeir þó að gera til þess að geta lagt hlutlægt mat á málin.
28 Kirchhoff, Samarbejde og modstand, bls. 342.
29 Gunnar Stefánsson, „Frá ritstjóra,“ Andvari, nýr flokkur XLIV, 127. árg., 2002, bls. 5.
30 Morgiuiblaðið, 6. júní 1998 (forystugrein).
l88