Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 192
MICHAEL FRAYN
Michael Frajm er fæddur í Lundúnum árið 1933. Hann lagði stund á
heimspeki við Cambridgeháskóla og starfaði framan af ævi sem blaðamað-
ur og dálkahöfundur við The Guardian og The Obseruei'. Hann gat sér fljót-
lega gott orð sem rithöfundur og vann til verðlauna fyrir fyrstu skáldsög-
ur sínar The Tin Men (1965) og The Russian Interpreter (1966), en er þó ef
til vill þekktastur fyrir leikrit sín, ekki síst farsann Skvaldur (Noises ofí)
sem sýndur var hér í Þjóðleikhúsinu fyrir um tveimur áratugum. Arið
1998 sendi Frayn frá sér leikritdð Copenhagen sem vakið hefur mikla athygli
austanhafs og vestan. Þar setur hann á svið fund eðlisfræðinganna Niels
Bohr og Wemers Heisenberg sem vitað er að áttd sér stað í Kaupmanna-
höfíi árið 1941, í miðri heimsstyrjöld. Leikritið snýst um samband þessara
kollega, fyrrum nemanda og kennara, um siðfræði vísindanna og stjórn-
málaátök styrjaldaráranna auk þess sem óvissulögmáhð sem kennt er við
Heisenberg leikur ekki lítið hlutverk.
Þessu verki fylgdi Frayn eftir með öðm leikriti, því sem hér birtist. Þar,
eins og í Copenhagen, era persónurnar sögulegir einstaklingar, og í miðju
standa Willy Brandt, kanslari Vestur-Þýskalands 1969-74 og Gunter
Guillaume, austur-þýski njósnarinn sem tókst að koma sér fyrir í innsta
hring vestur-þýskra stjórnmála sem aðstoðarmaður Brandts. Efrir þing-
kosningar 1969 myndaði Brandt samsteypustjórn sósíaldemókrata og
frjálsra demókrata og kom þar með kristilegum demókrötum ffá völdum
en flokkur þeirra hafði leitt allar ríkisstjórnir í Vestur-Þýskalandi frá
stríðslokum. Frayn dregur upp mynd af því andrúmslofti sem ríkti í
Þýskalandi kalda strfðsins og af væntingum vestur-þýskra kjósenda, sam-
flokksmarma kanslarans í Sósíaldemókrataflokknum og leiðtoga austan-
tjaldsríkjanna til Brandtstjórnarinnar. Brandt, sem hafði verið
borgarstjóri í Vestur-Berlín, beitti sér fyrir bættum samskiptum Vestur-
Þjóðverja við löndin austan járntjalds, ekki síst við Austur-Þýskaland.
Austurstefha hans mætti harðri andstöðu heima fyrir eins og nærri má
geta því í henni fólst meðal annars viðurkenning á tilvist austur-þýska rík-
isins og þar með sársaukafull staðfesting á skiptingu þýsku þjóðarinnar
sem leiddi af lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Brandt tókst engu að síð-
ur að leiða austurstefnuna til lykta og hafa þannig afgerandi áhrif á þró-
tm kalda stríðsins.
Þessir atburðir em baksvið Lýðræðis, en um leið og leikritið rekur
stjórnmálaátök þessa tíma, ekki síst valdabaráttu og innanflokksátök sós-
íaldemókrata, fjallar það umffam allt um traust, trúnað og heilindi. Hér
190