Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 197
LÝÐRÆÐI
Ehmke Öryggisþjónustan vill fá svar við nokkrum spurningum. Þú fórst ífá
Austur-Þýskalandi fyrir þrettán árum. Þeir eru búnir að fara nákvæmlega
yfir feril þinn síðan þú komst vestur yfir.
Guillaume - Nú, það er ekki verið að bjóða mig velkominn. Það er örygg-
iseftdrlit.
Ehmke Ljósmyndun á eigin vegum ... ljósritunarstofa ... vinna fyrir flokk-
inn - það virðist allt ganga upp. Samt er ýmsum spurningum ósvarað um
hvað þú varst að gera í Austur-Berlín áður en þú fórst þaðan.
Guillaume Eg átti von á þessu. En svona eins og þruma úr heiðskíru lofti!
Eg hef sjaldan verið eins skelkaður. Einhver hefur greinilega verið að
segja sögur. Það stendur yfir í rúma tvo tíma! Hvar? Hvenær? Hver? Á
endanum verð ég að missa stjórn á mér. - Herra Ehmke, ef maður slepp-
ur ffá Austur-Þýskalandi verður hann að gefa upp á bátinn allt sem hann
hefur átt í fifinu. Heimili, vini, fjölskyldu. Fyrir fullt og allt. Síðan þarf
að byggja upp nýtt líf úr engu, maður er ekkert. Þú hefur ekki þurft að
gera það, með leyfi að segja. Það er engin leið að þú skiljir hvað felst í
því. En svo kemur það versta af öllu. Maður kemst að því að maður verð-
ur að eyða því sem eftdr er æ\dnnar í nýja heimalandinu undir svörtu skýi
vantrausts og tortryggni. Eg er búinn að vera hér í þrettán ár! Síðustu
níu árin hef ég unnið dag og nótt fyrir þennan flokk! - Og svo framveg-
is, og svo ffamvegis. Eg heyri brestinn í röddinni. Og að lokum ...
Ehmke Fyrirgefðu. Eg varð að láta þig ganga í gegnum þetta, hef reyndar
verið að gera smá athuganir hjá gamla yfirmanninum þínum í Frankfurt.
Hann segist mundu ganga gegnum eld og brennistein fyrir þig. Hvað er-
um við eiginlega að eyða tímanum hvor fyrir öðrum, Gunter? Látum nú
tdl skarar skríða!
Kretschmaxm (með Guillaume) Innvígsluathöfnin þín.
Guillaume Og auðvitað er hann nú vinur minn fyrir lífstíð.
Kretschmarm Jæja, þá ertu kominn inn í Schaumburghöll! Hvernig er það?
Eg er blindur, ég er heyrnarlaus. Þú ert augu mín og eyru. Það er ég sem
verð að draga upp myndina fyrir Mischa! Þú verður að draga hana upp
fyrir mig.
Guillaume Turnar, gamaldags gluggar. Draumur nítjándu aldar járnsmiðs-
ins um líf yfirstéttarinnar. Draugar, auðvitað. Frá keisaratímanum, ffá
dögum nasista. Frá hernáminu. Frá Adenauer. Ég heyri alltaf við og við
í skrifstofúnni minni smátdf úr þaksperrunum.
Kretschmann Bjalla sem boðar feigð. Kannski táknrænt.
Guillaume Og við og við heyrir Willy veikt hljóð fyrir ofan höfuðið á sér.
Fótatak. Stóll dreginn tdl.
Kretschmann Ert það þú?
x95