Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 201
LYÐRÆÐI
Kretschmann Hvað sem því líður, allt leseíhi tdl Christel. Það sem Mischa
í raun og veru vill fá írá þér er það sem stjómmálamenn og embættis-
menn skrifa ekki niður. Slúðrið. Það sem gerist bak við tjöldin. Stemn-
ingin. Hvemig þeir hugsa. Hver er inni, hver er úti. Hver setur klæmar
í hvem. Ljósrit og myndir, vitanlega. En umfram allt, augu og eym.
Guillaume Milly segir alltaf að hann vilji gera Hnnuferlið sýnilegt almenn-
ingi.
Kretschmann Það er einmitt í því sem við getum hjálpað honum. Og það
sem við viljum auðvitað helst af öllu fylgjast með er ...
Guillaume Austurstefhan.
Kretschmann Austurstefnan. Hvert einasta upplýsingasnifsi sem getur
hjálpað okkur í því að leggja mat á fyrirætlanir hans gagnvart sósíaHsta-
ríkjunum. Sættir, segir hann. Friður. En getum við treyst honum? Ætl-
ar hann virkilega að hætta öllu í því spih? „Lítil skref‘, segir hann.
Hversu lítil? Eins lítil og það pláss sem hann gefur því í ræðum sínum,
laumað inn undir öryggismálum og ósköpum af skinhelgisorðagjálfri um
það að „hætta á meira lýðræði“?
Brandt - Hinn sögulegi á\inningur fyrirrennara minna í þessu embætti var
að koma á skilningi milli Þjóðverja og fyrri óvina þeirra á Vesturlöndum.
Þessi skilningur er áfram grundvöllur okkar pólitíska lífs og trygging
fyrir öryggi okkar. En skipting heimsins í tvær stórveldablokkir hefur
sundrað Evrópu. Hún hefur klofið land okkar og höfuðborg og grafið
undan sambandinu við þjóðimar fyrir austan okkur. Að ná sáttum við
þær er sérstaklega erfitt eins og við öll vitum. Samt er það eins brýnt fyr-
ir fiiðinn og sættir okkar við Vesturlönd.
Kretschmann En vill hann í raun og vem kosta til því sem þarf þegar til
kastanna kemur? Tekst honum virkilega að telja fólk hér á að lyfta höfð-
inu upp úr sandinum á endanum og viðurkenna að við séum til? Þú og
ég? Hitt Þýskalandið? Ætlar hann að borga lokareikninginn fyrir stríð-
ið: Fjórðunginn af þýsku landi sem tapaðist til Póllands og Rússlands -
annar fjórðungur, við, aðskilinn og frjáls. Hálf þjóðin, töpuð að eilífu!
Brandt - Jafnvel þó að það sé satt að tvö aðskilin ríki séu í Þýskalandi geta
þau aldrei orðið útlend í augum hvors annars. Við emm tengd af tungu
okkar og sögu, af frægð okkar og ógæfu. Við höfum meira að segja sam-
eiginleg verkefhi og sameiginlega ábyrgð: á friði okkar á milli og friði í
Evrópu. Sameining okkar er úr sögunni og engin leið til baka. Skref fyr-
ir skref verðum við að leitast við að lina sársauka aðskilnaðarins. Við
verðum að slá striki yfir böl fortíðar. Þessi ríkisstjóm vill hætta á að taka
upp beinar viðræður \ið Moskvu, við Varsjá og við Austur-Berlín ...
Kretschmann En getum við treyst homun í raun?
199