Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 202
MICHAEL FRAYN
Guillaume Það er ekki hægt annað en treysta honum. Þegar ég sit hér með-
al áheyrenda og hlusta á hann. Eg lít á hann - og þarna er hann að horfa
beint framan í mig. Mig sjálfan. Tala við mig einan. Ein mannvera við
aðra.
Brandt - Kæru vinir, við verðum vera í sátt við nágranna okkar. Við alla
okkar nágranna - í austri sem vestri, í þýskum löndum eins og öðrmn.
Við verðum loksins að ná sáttum.
Kretschmami Og þegar maður minnist hans frá Berlínarárunum. Þegar
hugsað er til alls sem hann lagði á sig til að koma í veg fyrir að Vestur-
Berlín yrði innhmuð í Austur-Þýskaland. Þegar hann er að slá um sig
með eldgömlum austur-þýskum bröndurum ... Hefur hann breyst eitt-
hvað? Eða er hann bara búinn að taka eftir því að ungt fólk í Vestur-
Þýskalandi er búið að snúa baki við kapítalisma og hernaðarstefrm? Að
heimurinn er að sveigjast í okkar átt? Hvað segir hann í einkasamtölum?
A skrifstofunni. Þegar hann talar við sitt eigið fólk.
Brandt (með Ehmke, Wilke og Guillaume) En er hægt að treysta þeim,
Horst? Þegar litið er á það sem þeir hafa gert. Þegar hugsað er um hvað
þeir eru kaldriíjaðir. Hvað mundi fólk hér segja ef það vissi hvernig
Austur-Þýskaland fer að því að reyna að jafiia viðskiptahallann við okk-
ur?
Wilke Hér held ég við séum að fara út á hálan ís. Herra Guillaume ...
Guillaume Er að fara, er að fara!
Ehmke Nei, við skulum reyna þetta á honum. Venjulegum kjósanda. Okk-
ar maður á götunni. Gunter, þetta er eitthvað sem hinir nýju vinir okk-
ar fyrir austan vilja ekki að þú vitdr af einhverjum undarlegum ástæðum.
Þeir verða að finna eitthvað til að flytja út til okkar. Hver er eini iðnað-
ur þeirra sem gengur vel? Það er framleiðsla á pólitískum föngmn. Og
þá vilja þeir selja okkur. Þeir handtaka eins marga og þeir þurfa og við
kaupum þá út. Þúsund á ári á 40.000 mörk hvern. Já, og þeir láta okkur
líka borga fyrir að hleypa fólki út til að sameinast fjölskyldu sinni. Hvað
fixmst þér, Gunter? Gemm við treyst þessum nýju vinum okkar?
Guillaume - Já? Nei? Hvað segi ég? Hvor hlutinn af mér á að svara?
Kretschmann - Eg læt þig um það, Gúnter.
GuiUaume - Hvorn hlutann af mér?
Brandt Þetta er greinilega erfið ákvörðun.
Guillaume Helmingurinn af mér vill segja eitt. Hinn helmingurinn vill
segja annað.
Brandt Staða kjósendanna í heild í næstum því öllu.
Ehmke Ég sagði þér það, Willy! Maðurinn okkar á götunni!
200