Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 213
LÝÐRÆÐI
Ehmke Ég býð sárabætur, Giinter. Egon Bahr er að fara í samningaviðræð-
ur til Moskvu. Þú getur notað embættisbifreið hans og bílstjóra ...
Kretschmann (með Guillaume) Eitthvað fer úrskeiðis einhvers staðar.
Guillaume Hafðu ekki áhyggjur! Willy er búinn að fá fyrsta samninginn
undirritaðan.
Kretschmann Hann á Pólland ennþá eftir áður en kemur að okkur.
Guillaume Sovétríkin voru erfiðust. Og það eru þau sem opna dyrnar fyrir
öllum hinum.
Kretschmann Það er nú ekki búið að samþykkja þetta enn. Hann er kom-
inn niður í fjögurra þingmanna meirihluta. Ef við misstum Willy ein-
hverra hluta vegna. Sporvagn ... strætisvagn ... þruma ... Einhvers kon-
ar hneyksli ... einkalíf hans til dæmis. Allar þessar konur sem hann er í
tygjum við ...
Guillaume Ritarar, blaðakonur. Ekkert alvarlegt þessa dagana. Eg er búinn
að láta þig fá listann.
Kretschmann En ef það bærist út ...
Guillaume Allir vita þetta!
Kretschmann En segja ekki ffá því.
Guillaume Við ætlum ekki að segja frá því, er það?
Kretschmann Ekki við. Við reynum að halda honum uppréttum. EfWilly
missti glansinn mtmdi Wehner losa sig við hann eins og skemmda tönn.
Smásmuga, þeir Helmut þurfa ekki meira ...
Brandt (með Schmidt, Wilke, Ehmke, Guillaume og Bauhaus) Uli!
Bauhaus Höfðingi?
Brandt Flöskur, glös!
Kretschmann - Drykkja. Er hann byrjaður að drekka aftur?
Guillaume - Ekkert sterkt í þetta sinn. Bara vín. Þeir gera það allir. I kassa-
vís. Samt bara vín, alltaf vín. Af einhverri ástæðu alltaf rauðvín.
Kretschmann - Síðustu leifar sósíalismans hjá þeim.
Guillaume - I lok hvers vinnudags safnast þeir allir saman með glas í hendi.
Slaka á. Gleyma því sem þeim ber á milli. Jafhvel Helmut. Jafnvel Wehner.
I einn eða tvo klukkutíma eru öll vandamál að baki. Smáhópur af hrifnum
andlimm og eftir að hafa hlustað stöðugt talar Willy að lokum.
Brandt 1945. Hver einasta borg í Þýskalandi í rústum. Með hverju byrjuð-
um við á uppbyggingunni? Rústunum. Við höfðum ekkert annað. Hóp-
ar af konum flokkuðu nothæfa múrsteina úr, einn og einn. Réttu þá úr
einni hendi í aðra, hreinsuðu þá, röðuðu þeim ... Hver veit úr hvaða
byggingum þessir steinar komu? Kjöllurum SS-bygginganna á staðnum
... verksmiðjunum þar sem verkamenn í nauðungarvinnu þjáðust og dóu
... Þær hreinsuðu múrsteinana eins vel og þær gátu og úr þeim byggð-
2 11