Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 228
MICHAEL FRAYN
konunum sínum. En sú afurð sem \úð erum að selja! Willy Brandt, bjarg-
vættur Evrópu, mesti stjómmálamaður heims með friðarverðlaun Nób-
els því til staðfestingar. Moskvusamningurinn - undirritaður og staðfest-
ur. Varsjársamningurinn - undirritaður og staðfestur. Já, og í Varsjá náði
hann að gera sig ódauðlegan. Hann skildi eftir sig einfalda mynd í huga
heimsins sem enginn mun nokkm sinni gleyma ...
Ehmke — Enn ein orðlaus ræða og sú stórkostlegasta af þeim öllum.
Guillaume - Hann leggur sinn opinbera blómsveig á minnismerkið um
Gyðingana sem vora myrtir í gettóinu í Varsjá. Hann stígur aftur á bak.
Ogþá ...
Schmidt - Það er eitthvað annað. Hann ætlar að gera eitthvað annað ...
Guillaume - Einu sinni enn virðist tíminn standa kyrr eitt augnabhk. Einu
sinni enn er heimurinn að breytast fyrir augmium á manni. Og þegar
minnst varði ...
Brandt býpur.
Guillamne - Eitt augnablik hugsa ég „nei, nei, nei! I þetta skipti hefur hann
gengið of langt!“ En ég hef rangt fyrir mér og hann rétt. Þetta er það
sem heimurinn man. Þetta langa augnablik þegar Þjóðverjiim sem hafði
enga ástæðu til að krjúpa fer tál baka í innstu dýpi þýskrar sögu og krýpur
fyrir okkur öll. Þetta eina ósagða orð sem sagði allt sem hann vildi segja.
Þessi eina einfalda aðgerð sem klæddi holdi allt sem hann var elskaður
fyrir og allt sem hann var hataður fyrir.
Wehner - Einhver rödd er irrnra með honum og hann heyrir hana.
Schmidt - Einhver mjór irmri rómur sem enginn okkar hinna he\TÍr.
Guillaume - Ég grét, Arno.
Brandt stendur dfietur.
Kretschmann - Kannski em sárin nú loksins að byrja að gróa. Kannski em
hinir ósættanlegu byrjaðir að sættast.
GuiUaume - Tíu dagar í kosningar og samningurinn milli Þýskalandanna
tveggja er undirritaður. Hornsteinn austurstefnunnar kominn á sinn
stað.
Kretschmann - Af því að þú hjálpaðir okkur að treysta honum.
Guillaume - Og á kosninganótrina, hver var það þá sem færði Willy góðu
fréttirnar? - (með Brandt, Wehner, Schmidt, Ehmke, Genscher,
Wilke, Nollau og Bauhaus.) Má ég verða fyrstur til að færa þér ham-
ingjuóskir mínar, höfðingi? Þeir segja að það sé tvöhundmð sjötíu og
eitt sæti! Þeir segja að það sé ömggur fjömtíu og sex sæta meirihluti!
Wehner Besti árangur sem við höfum nokkurn tímann náð!
Genscher Jafnvel Frjálsir demókratar hafa bætt við sig ellefu sætum!
22 6